Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvers vegna EVS?

A picture
© iStockphoto.com - skynesher
Að gerast liðsmaður í EVS verkefni erlendis er ekki beinlínis sú tegund ákvörðunar sem menn taka í flýti. Ef þú gefur þér tíma til þess að íhuga málið, gera áætlun fram í tímann og ert sífellt áhugasamur, þá dregur það mikið úr hættunni á því að verða fyrir vonbrigðum þegar á hólminn er komið!

Áður en þú skuldbindur þig gagnvart (EVS) evrópsku sjálfboðaliðaþjónustunni, þá eru fyrst nokkrar spurningar sem þú ættir að spyrja sjálfan þig:

  • Hvað gengur mér raunverulega til? Þetta mun styrkja innri drifkraft þinn á meðan þú ert að störfum við að klára verkefnið þitt.
  • Í hvað farveg vil ég beina kröftum mínum? Öll höfum við persónuleg áhugamál svo hér er það einkar áríðandi að vera raunsær og sjálfum sér samkvæmur.
  • Hversu lengi er ég tilbúinn til þess að skuldbinda mig? (Inni í þessu felst að finna verkefnið, undirbúningur, stjórnsýsla, þjálfun, síðan vinnan sjálf og eftirfylgnin)
  • Hversu langan tíma hef ég?

Ekki einbína á eitthvert visst land heldur horfðu fremur á heilt landsvæði. Skoðaðu verkefnin með það í huga hvað þú hefur áhuga á að læra. Mundu: EVS er hvorki starf né starfsnám, ráðning í atvinnu né mannúðarhlutverk, tungumálanámskeið né orlofsdagar!

 

Hvað hinir segja

„Það var virkileg áskorun að flytjast á framandi slóðir, á grænt og rigningarsamt land þar sem ég kunni bókstaflega ekki neitt, ekki einu sinni tungumálið. En mér er ánægja að segja frá því að mér tókst það. Ég lærði meira að segja mun meira en ég átti von á og var mjög frjáls með það sem ég tók mér fyrir hendur þannig að ég beitti mér á mismunandi vígstöðvum: hjálpaði skjólstæðingunum, skipulagði tómstundir og viðburði, vann með öðrum sjálfboðaliðum, sá um tölfræðina, uppfærði vef stofnunarinnar og þannig fram eftir götunum.”

Agathe Friquet, frá Frakklandi, var 22 ára þegar hú tók þátt í EVS verkefni frá því í júlí 2010 þar til í júní 2011. Hún starfaði í Backlane athvarfinu, sem er eitt af Depaul Trust skýlunum fyrir heimilislaust fólk í Dyflinni (Írlandi).

 

Ef þú hefur nú þegar fundið þér verkefni...

Safnaðu þá saman öllum fáanlegum upplýsingum um viðkomandi land og verkefnið, einkum og sér í lagi ef þetta er í fyrsta skipti sem þú upplifir það að fara til dvalar í ókunnu landi eða ef þú ert á leiðinni á fjarlægar slóðir. Hikaðu ekki við að leggja spurningar um allt sem þér liggur á hjarta fyrir þá stofnun sem sendir þig, tekur á móti þér eða þeirrar sem skipuleggur verkefni þitt. Ef þig síðan vantar meiri upplýsingar, reyndu þá að setja þig í sambandi við þína heimastofnun, framkvæmdastofnunina eða SALTO upplýsingamiðstöðina fyrir Austur-Evrópu og Kákasus, samvinnuáætlunar Evrópu og Miðjarðarhafslandasvæðið og Suð-Austur Evrópu.

Útgefið efni: Þri, 16/04/2013 - 09:59


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!