Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Sjálfboðavinna í Evrópu

A picture
Sjálfboðavinna leikur stórt hlutverk í Evrópu, en aðstæðurnar eru þó mismunandi frá einu landi til annars. Reyndu að skoða vettvang sjálfboðavinnu í Evrópu: hvað er á seyði, hversu margir bjóða sig fram til sjálfboðavinnu og á hvaða aldri eru þeir?

Skilgreining á sjálfboðavinnu

Samkvæmt umræðuvettvangi evrópskra ungmenna þá er eingöngu hægt að skilgreina starfsemi sem sjálfboðavinnu ef hún er:

  • framkvæmd af persónu af fúsum og frjálsum vilja og felst í því að verja tíma sínum og kröftum í verkefni sem gagnast öðrum og þjóðfélaginu í heild sinni
  • ólaunuð (enda þótt um geti verið að ræða að útlagður kostnaður sem tengist verkefninu beint sé endurgreiddur)
  • að hún sé ekki rekin í hagnaðarskyni, sé einkum í þágu frjálsra félagasamtaka og að undirrót hennar sé þess vegna augljóslega ekki efnis- eða fjárhagslegur ávinningur
  • komi ekki í staðinn fyrir eða leysi af hólmi launaða vinnu.

Sjálfboðavinna og EB

Saga sjálfboðavinnu í Evrópu er afar mismunandi frá einu landi til annars. Sum lönd búa yfir langri hefð hvað varðar sjálfboðavinnu, á meðan í öðrum er sjálfboðavinnugeirinn vanþróaður eða hefur hreinlega ekki birtst ennþá. Samkvæmt könnun á viðhorfum almennings sem gerð var 2007 af Evrópuloftvoginni, þá segjast þrír af hverjum tíu Evrópubúum taka þátt í sjálfboðaliðastörfum. Sumar áætlanir gera ráð fyrir að heildarfjöldi EB sjálfboðaliða sé á bilinu 92 til 94 milljónir fullorðinna (23% af öllum Evrópubúum yfir 15 ára aldri). Það hefur orðið almenn aukning á fjölda virkra sjálfboðaliða og sjálfboðasamtaka innan EB á síðustu tíu árum.

Á árinu 2011 hleypti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins af stokkunum Evrópuári sjálfboðavinnu til þess að halda uppá að á að giska 100 milljónir Evrópubúa tækju þátt í sjálfboðaliðastörfum. Tilgangurinn með því ári var einnig að gera aðganginn að sjálfboðaliðastörfum auðveldari fyrir fólk og til þess að bæta gæði sjálfboðaliðastarfa í Evrópu.

Framkvæmdastjórnin hefur einnig sett í gang vinnu til þess að bæta og efla sjálfboðaliðastörf á meðal ungs fólks og stuðla einkum að því að efla sjálfboðaliðastörf yfir landamæri. Evrópska sjálfboðaliðaþjónustan er þekktasta áætlunin sem miðar að því að hjálpa ungu fólki að gerast sjálfboðaliði erlendis.

 

Sjálfboðavinna ungs fólks

Árið 2007 taldist ungt fólk á bilinu 15 til 29 ára vera alls 96 milljónir í EB. Þó ber að hafa hugfast að þessi fjöldi deilist ekki jafnt á öll löndin. Þær þjóðir þar sem hlutfall ungs fólks var hæst voru m.a. Írland, Kýpur, Slóvakía og Pólland, á meðan Danmörk, Þýskaland og Ítalía voru með fæst ungt fólk.

Þessi dreifing kemur einnig fram í sambandi við sjálfboðavinnuna. Sjálfboðavinna á meðal ungmenna og fólks á lágum fullorðinsaldri er algengust í Austur-Evrópu löndum (á borð við Búlgaríu, Tékkland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu) og Spáni. Í Slóvakíu, til dæmis, eru 70% allra sjálfboðaliða undir þrítugu og í Póllandi þrefaldaðist fjöldi ungra sjálfboðaliða milli áranna 2001 og 2005. Í löndum Vestur-Evrópu eru sjálfboðastörf áþekk meðal allra aldurshópa.

Við vitum að það sem helst hvetur upphaflega til þess að leggja stund á sjálfboðavinnu eru sagan, stjórnmálin og menningarlegt umhverfi í viðkomandi samfélagi eða landi en þrátt fyrir það, þá er mögulegt að breyta þeim hefðum og hvetja enn frekar til sjálfboðavinnu í Evrópu. Það er meira að segja hugsanlegt að þú sért nú þegar þátttakandi í sjálfboðavinnu án þess einu sinni að gera þér grein fyrir því: með því að hjálpa til hjá þínu íþróttafélagi, hjálpa eldri borgara í þínu bæjarfélagi eða með því að beygja þig og týna upp rusl í skóglendi eða á ströndinni. Í raun og veru, þá eru íþróttir og hverskonar útivera einhverjar mikilvægustu greinar sjálfboðavinnu í Evrópu, en á eftir fylgja menntun, listir og tónlist eða menningarsamtök.

Útgefið efni: Þri, 16/04/2013 - 12:07


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!