Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Vinnubúðir – skerptu á viðleitni þinni!

A picture
© shutterstock.com - mangostock
Einhvern tíma heyrt talað um vinnubúðir? Hafðu ekki áhyggjur, það er ekki verið að tala um þrælkunarbúðir! Ef þú ert orðinn 18 ára, þá getur það verið stórkostlegt tækifæri til þess að veita hjálparþurfi samfélagi aðstoð en njóta þess jafnframt að kynnast menningu þess og siðum.

Vinnubúðir er hópur 8 til 20 alþjóðlegra sjálfboðaliða frá u.þ.b.fimm mismunandi þjóðlöndum sem starfa saman við að hjálpa samfélaginu á svæðinu með verkefni í 2 - 4 vikur. Þeir sem veita vinnubúðunum viðtöku eru heimamenn, friðarsamtök, umhverfishreyfingar, stuðningshópar, átakshópar á svæðinu, samtök sem ekki starfa í hagnaðarskyni og aðrir sem hafa áhuga á þeim áhrifum sem alþjóðlegur hópur getur haft á samfélag þeirra. Þær eru frábær leið til þess að afla sér nýrra vina, leiða skynsamlegt verkefni til lykta og til þess að auka skilning þinn í alþjóðlegu samhengi. En þó má alls ekki gleyma því, að vinnubúðir eru ekki það sama og sumarbúðir og því þurfa réttu ástæðurnar að liggja að baki þátttöku þinni í þeim!

 

Mín upplifun var ákaflega jákvæð. Ég fékk mörg tækifæri til þess að sjá með eigin augum hversu mikla gestrisni fólkið í viðtökulandinu getur sýnt ókunnugum og þeim sem koma frá öðrum menningarsvæðum. Meðal hápunkta þessarar upplifunar var að vera boðið inn á heimili sjálfboðaliða frá heimalandinu og jafnvel að vera boðið í brúðkaup í þorpi einu! Kannski vorum við einstaklega heppin með að hafa mjög virka og glögga sjálfboðaliða úr hópi heimamanna frá móttökustofnuninni …Við lærðum margt og mikið um aserska menningu og þeir sýndu áhuga bæði á okkur sjálfum og landi okkar.”

Carol Crabtree var sjálfboðaliði í Aserbaídsjan in 2002

 

Hvað verð ég látinn gera?

Í vinnubúðum er ætlast til þess að sjálfboðar skili u.þ.b. 30 vinnustundum á viku og fáist við verkefni sem ættu að gagnast samfélaginu á staðnum eða koma umhverfinu til góða. Venjulega er þetta sameiginleg vinna úti á landsbyggðinni eða í borgarumhverfi sem ekki krefst neinnar sérstakrar færni. Heimamenn taka oft þátt í verkefnunum. Frítíma þínum getur þú eytt í að slappa af, elda mat eða spjalla saman eða í frístundastarfsemi og skoðunarferðir með öðrum sjálfboðaliðum og heimamönnum.

Þú þarft að vera undir það búinn að lifa og starfa í sameiginlegu umhverfi, þar sem lífskilyrðin eru oft frumstæð og vinnan getur verið strembin en þó skemmtileg og gefandi. Venjulega er mönnum séð fyrir fæði og húsnæði, þannig að þú þarft aðeins að hafa handbæra peninga til að greiða fyrir ferðir þínar, til þess að greiða sendingarstofnuninni skráningargjaldið og örlitla vasapeninga.