Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Sjálfboðaliðar Sameinuðu þjóðanna – Sjálfboðaliði í þágu friðar og þróunar

A picture
© shutterstock.com - YanLev
Are you interested in development, humanitarian action and peacekeeping? Why not become one of 8,000 UN Hefur þú áhuga á þróunarhjálp, mannúðaraðstoð og friðargæslu? Því þá ekki að gerast einn af hinum 8.000 sjálfboðaliðum SÞ og leggja hönd á plóginn við lausn þróunarvandamála út um allan heim?

UNV (Sjálfboðaliðar Sameinuðu þjóðanna) eru virkir í um það bil 130 löndum.


Get ég sótt um?

Til þess að vera gjaldgengur sem SÞ sjálfboðaliði, þá verður þú að vera að minnsta kosti 25 ára og hafa:

  • Háskólagráðu eða æðra próf úr tækniskóla
  • að minnsta kosti 2 ára starfsreynslu
  • góða vinnukunnáttu í að minnsta kosti einu af hinum þrem vinnutungumálum UNV: ensku, frönsku og spænsku
  • öflug skuldbinding við þær grundvallarreglur og gildi sem sjálfboðastarfsemi byggist á
  • hæfni til þess að starfa í fjölmenningarlegu umhverfi
  • hæfni til þess að geta aðlagast erfiðum lífsskilyrðum
  • að búa yfir öflugri persónutengsla- og skipulagsfærni
  • fyrri starfsreynsla og/eða að búa yfir reynslu af störfum í þróunarlöndum er til bóta.

 

„Nú þegar ég lít um öxl þá finnst mér að ég hafi verið mjög heppin að hafa fengið tækifæri til þess að gerast SÞ sjálfboðaliði hjá GEF-SGP í Níkaragva. Að hjálpa sveitarfélögum á svæðinu til þess að takast á við þær áskoranir sem þau þurfa að fást við dags daglega til þess að hrinda í framkvæmd verkefnum sem þau sjálf hafa stofnað til er, að mínu mati, einhver sú besta leið sem til er til þess að læra og draga lærdóm af þeirri lífsreynslu að starfa á sveitarfélagsstiginu. Það gerir manni einnig kleift að deila bestu starfsvenjum með öðrum samstarfsmönnum að þróunarverkefnum sem getur haft bæði svæðis- og hnattbundin áhrif.”
Antonia Cermak Terzian (Sviss) starfaði sem SÞ sjálfboðaliði og lærlingur í Níkaragva frá því í febrúar 2011 til febrúar 2012.

 

Hvernig á að sækja um?

Ef þú uppfyllir öll skilyrðin, farðu þá beint á UNV umsóknareyðublaðið. Hafðu það hugfast að þú munt líklega ekki hafa neitt val um það á hvaða starfsstöð þér verður vísað: slíkt veltur á því hverjar þarfir verkefnisins eru og það má jafnvel búast við því að þú komist ekki að því hvar þér verður vísað til starfa fyrr en eftir að þú hefur verið ráðinn.

Það er heldur engin leið að vita nákvæmlega hversu lengi þú þarft að bíða frá því að umsókn þín var skráð í gagnagrunninn og þar til að hringt verður í þig með boð um hugsanlegt sjálfboðaliðatækifæri. Skráning í gagnagrunninn tryggir ekki að þú fáir verkefni sem SÞ sjálfboðaliði.

 

Hverjar eru meginlínur samninganna?

Í langflestum tilfellum, þá byggjast UNV verkefni á 6-12 mánaða endurnýjanlegum samningum.

SÞ sjálfboðaliðar hljóta margs konar stuðning á meðan á starfstíma þeirra stendur, t.d. fá þeir hinn mánaðarlega framfærslueyri sjálfboðaliða, orlof á hverju ári og sjúkratryggingu.

Að endingu, þá eru til margs konar leiðir fyrir fyrrverandi SÞ sjálfboðaliða til þess að halda góðu sambandi hver við annan og vera áfram virkur, gerast stuðningsaðili vegna sjálfboðaliðastarfa í þágu friðar og þróunaraðstoðar eða með því að hvetja aðra til þess að gerast sjálfboðaliðar.

Útgefið efni Mán, 15/04/2013 - 16:13
Síðast uppfært Fim, 19/06/2014 - 10:03Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!