Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Sjálfboðaliði á netinu

@andrewtneel
Hefur þú hug á að gerast sjálfboðaliði en átt í rauninni ekki heimangengt? Fellur frítími þinn utan venjulegs vinnutíma? Því þá ekki að prófa að gerast sjálfboðaliði á netinu og verja tíma þínum og færni í að gagnast samfélaginu með störfum á netinu.

Ef það er of erfitt fyrir þig að stunda sjálfboðavinnu á vettvangi til dæmis vegna fötlunar, að eiga ekki heimangengt, ferlivandamála eða vinnutíma, þá gætirðu íhugað að stunda nettengda sjálfboðavinnu. Ef þú átt tölvu, ert tengdur netinu og ert með réttu hæfileikana, þá er þetta kannski valkostur fyrir þig.

Þau verkefni sem þér kunna að vera falin sem sjálfboðaliði á netinu munu velta á því hvaða færni og sérþekkingu þú býrð yfir. Þér gæti gæti verið falið að hanna dreifibréf, uppfæra heimasíðu, þýða texta, klippa myndband, koma á fót gagnabanka, hafa umsjón með tengslaneti eða að skrifa kóða fyrir forrit. Það mætti einnig leita til þín sem sérfræðings (til dæmis á sviði lögfræði eða menntunar), svara tölvupósti fyrir stofnun eða stunda rannsóknir.

 

Hvar á að leita

Rafrænn sjálfboðaliði: tækifæri for sjálfboðaliða með færni á upplýsinga eða samskiptasviði

SÞ sjálfboðaliði á netinu: Sameinuðu þjóðirnar eru einna lengst komnar með verkefni fyrir sjálfboðaliða á netinu

Hjálp að heiman: hægt er að leggja stund á sjálfboðavinnu að heiman frá sér, bæði með því að vera nettengdur og án tölvu

Random Hacks of Kindness: nettengd sjálfboðavinna fyrir forritara og hönnuði

 

Hafðu hugfast að nettengd sjálfboðavinna er raunveruleg sjálfboðavinna sem krefst þess að þú verjir í hana raunverulegum tíma og skuldbindir þig í raun og veru og að henni fylgja raunverulegir skilafrestir. Þótt það sé í rauninni sáraauðvelt að segja já við sjálfboðavinnu á netinu, vertu þá alveg viss um að þú hafir virkilega þann tíma sem þörf er á til þess að ljúka þeim verkefnum sem þér verða falin.

Sjálfboðavinnu á netinu er alls ekki ætlað að koma í staðinn fyrir sjálfboðavinnu sem á sér stað augliti til auglitis, þannig að þú getur prófað hvoru tveggja ef þú hefur til þess nógan tíma.

Útgefið efni Mán, 15/04/2013 - 15:21
Síðast uppfært Mið, 29/04/2020 - 11:55Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!