Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Ertu að leita að sjálfboðaliðatækifærum?

A picture
© shutterstock.com - Petrenko Andriy
Ef þú vilt ganga í lið með hinum sívaxandi hópi ungs fólks sem gerast sjálfboðaliðar í Evrópu og út um allan heim, þá eru margir staðir á netinu þar sem þú getur valið það tækifæri sem þér hentar best!

Allir geta gerst sjálfboðaliðar. Það eina sem til þarf er innri hvöt, áhugi og vilji til þess að vinna og læra með fólkinu í samfélaginu.

Það eru margar ástæður til þess að fólk ákveður að gerast sjálfboðaliðar, en yfirleitt þó til þess að gefa eitthvað til baka og skipta sköpum í lífi annarra. Það skiptir engu máli hvenær og hvers vegna þú ákveður að gerast sjálfboðaliði, því það mun færa þér margskonar ávinning. Og með því að leggja stund á þetta þá getur framlag þitt skipt sköpum jafnt fyrir einstaklinga, samfélagið og umhverfið.
Tækifæri mun gefast til þess að kynnast nýju fólki og samfélagsleg vitund þín mun jafnframt aukast.

Lífsreynsla úr sjálfboðavinnu getur líka gagnast þér seinna á starfsævinni, þar sem þú munt þróa með þér og læra nýja félags- og tæknilega færni, öðlast innsýn í hópvinnu og færni við úrlausn vandamála.

„Hið frábæra við sjálfboðavinnu felst í því að á meðan þú ert að gefa, þá færðu svo miklu meira í staðinn”.

 

Hvar á að leita:

Eurodesk: tækifæri fyrir ungt fólk

Creative Corners: skapandi sjálfboðavinna

Cross-Cultural Solutions: alþjóðleg sjálfboðavinna

Global Volunteer Network: sjálfboðaliðastöður í yfir 20 löndum

Idealist.org: sjálfboðavinnutækifæri út um allan heim

Service Civil International: sjálfboðavinna í þágu friðar

World Wide Helpers: hundruð verkefna á boðstólum út um allan heim

 

Útgefið efni Mán, 15/04/2013 - 15:12
Síðast uppfært Fös, 26/10/2018 - 16:40Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!