Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvernig á að velja sér gott tækifæri til sjálfboðavinnu

A picture
© shutterstock.com - mangostock
Lykillinn að velgengni er að velja tækifæri til sjálfboðavinnu sem hæfir færni þinni, áhugamálum og tiltækileika. Um leið og það er frágengið, þá getur þú byrjað að leita þér að góðu tækifæri.

Sjálfboðavinna getur verið ógleymanleg og gefandi upplifun, en þar sem svo fjöldamörg tækifæri eru á boðstólunum þá er mjög mikilvægt að vanda vel val þitt. Á gæðum upplifunar þinnar getur það oltið hvernig þú skynjar sjálfboðavinnu almennt.

Þannig að þegar ákvörðunin þín um að gerast sjálfboðaliði liggur fyrir, þá skaltu fyrst spyrja þig:

  • Hver eru markmið mín og væntingar?
  • Hversu miklum tíma get ég varið í þetta?
  • Hvers konar verkefni mundi ég helst vilja taka að mér?
  • Hvaða færni hef ég fram að færa?

 

Kynntu þér baksviðið

Þú munt fljótlega finna alls konar tækifæri á netinu, því það eru margar stofnanir sem mundu gjarnan vilja nýta starfskrafta þína. En fyrst þarftu að ganga úr skugga um að þessar stofnanir séu áreiðanlegar. Það eru mörg hundruð vefsíður í loftinu á vegum félagasamtaka sem eru horfin af sjónarsviðinu eða voru aldrei til eða stóðu hreinlega aldrei í þeirri starfsemi sem þau þóttust stunda. Jafnvel þótt þú rekist á auglýsingu á vefsíðu sem sérhæfir sig í að auglýsa sjálfboðastörf, þá skaltu hafa hugfast að slíkar vefsíður bera ekki ábyrgð á trúverðugleika þeirra stofnana sem auglýsa hjá þeim.

Í samantekt má segja að þú ættir alltaf að rannsaka viðkomandi stofnun gaumgæfilega, ekki aðeins með því að heimsækja heimasíðu hennar, heldur einnig með því á tala beint við starfsmenn hennar, til þess að komast að því hvaða markmið umrædd stofnun hefur sett sér og hvernig sjálfboðavinnuáætlun þeirra virkar. Áreiðanlegum stofnunum verður ekki skotaskuld úr því að svara öllum spurningum þínum skilmerkilega og að koma þér í samband við sjálfboðaliða sem þegar hafa starfað á þeirra vegum.

Hafðu það hugfast að jafnvel þótt þú hafir komið auga á tækifæri sem í fljótu bragð virðist henta þér vel, hjá stofnun sem hægt sé að treysta, þá tekur það sinn tíma að koma hlutunum af stað og ganga snurðulaust og það er því rétt að vera þolinmóður við slík skilyrði. Öll sjálfboðaliðastörf henta nefnilega ekki öllum sjálfboðaliðum og þótt eitt verkefni virðist ekki henta þér sérlega vel, þá eru tugir annarra innan seilingar sem falla munu betur að þörfum þínum og væntingum.

Útgefið efni Mán, 15/04/2013 - 13:07
Síðast uppfært Mán, 16/12/2019 - 16:44


Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!