Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Evrópsk menningararfleið

A picture
© fotolia.com - photobank.kiev.ua
Menningararfleið er það sem við erfum frá kynslóðunum á undan okkur, eins og til dæmis byggingar, minnismerki, bækur eða listaverk. En hún getur einnig falist í óáþreifanlegum menningarverðmætum á borð við hefðir okkar og tungumálið. Kynntu þér hvernig hægt er að upplifa evrópsku menningararfleiðina.

Þú getur byrjað með því að kanna næstu  evrópsku menningararfleifðardagana í september og heimsótt minnismerki og merka staði sem yfirleitt eru lokaðir, ókeypis eða á lækkuðu verði!

 

Hvernig virkar þetta?

Eina helgi í september ár hvert, þá skipuleggja þau 50 lönd sem skrifuðu undir menningarsáttmála Evrópu, menningarviðburði þar sem lögð er sérstök áhersla á að sýna færni og hefðir heimamanna, byggingarlist og listaverk. Á hverju ári, þá byggjast viðburðirnir á vissu þema sem getur verið mismunandi frá einu landi til annars. Til dæmis gæti verið um að ræða eitthvert visst tímabil í sögu landsins eða ákveðið afbrigði menningararfsins.

Bakgrunnsupplýsingar

Frá því á árinu 1999, þá hefur slagorð evrópsku menningararfleifðardaganna verið: „Evrópa, sameiginleg arfleifð”. Það er nefnilega menningararfleifðin sem færir Evrópubúa nær hver öðrum, hver svo sem menningar- tungumála- eða trúarlegur bakgrunnur þeirra er. Viðburðurinn evrópsku menningardagarnir, sem er sameiginlegt átak Evrópuráðsins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, setur sér það markmið að gera íbúa Evrópu sér betur meðvitaða um auð og menningarlega fjölbreytni álfunnar auk þess að berjast gegn kynþáttafordómum og útlendingahatri og hvetja til meira umburðarlindis í Evrópu og víðar.

Útgefið efni: Fim, 25/04/2013 - 17:02


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!