Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Stuðningur við menningu Miðjarðarhafslandanna

A picture
© iStockphoto.com - franckreporter
Marc de Montalembert styrkurinn styður við bakið á verkefnum sem gerir ungu fólki frá Miðjarðarhafslöndunum að uppgötva fjölbreytnina í menningu annarra Miðjarðarhafslanda og þróa þannig með sér skilning á fjölbreytileika þeirra og ríkidæmi.

Marc de Montalembert stofnunin setur sér það markmið að efla menningarlegan skilning á meðal yngri kynslóðarinnar og að hvetja til þvermenningarlegrar umræðu á Miðjarðarhafssvæðinu. Á hverju ári, þá úthlutar stofnunin styrk til ungs fólks frá Miðjarðarhafssvæðinu í því skyni að hrinda í framkvæmd þvermenningarlegum verkefnum.

 

Get ég sótt um?

Já, ef þú ertu undir 30 ára aldri, frá Miðjarðarhafslandi og vilt hrinda í framkvæmd frumlegu þvermenningarlegu verkefni sem samræmist starfsþjálfunarvali þínu. Til þess að geta sótt um, þá ættir þú að bjóða fram rannsóknarverkefni á því menningarsviði sem þú kýst þér.

 

Hvernig á að sækja um?

Auglýst er eftir umsóknum hin 1. október ár hvert og umsóknarfrestur er til 31. desember. Athugaðu að menn verða að sækja sér umsóknareyðublöðin eigi síðar en hinn 15. desember. Ef þér verður úthlutað styrk, þá verður þér boðið að veita honum viðtöku á Ródos hinn 25. apríl.

Þú munt hafa eitt ár til umráða til þess að gefa skýrslu um þá þekkingu og lífreynslu sem þér hlotnaðist á meðan á heildartíma verkefnisins stóð. Þessi skýrsla getur verið skrifleg, en einnig má skila henni á hvaða birtanlegu og dreifanlegu formi sem er. Þér er meira að segja heimilt að dvelja í allt að sex mánuði í höfuðstöðvum stofnunarinnar á Ródos á meðan þú ert að undirbúa þig undir að skila verkefninu.

 

Bakgrunnsupplýsingar

Frá 1994 til 2012, þá hafa tuttugu og eitt verkefni af ýmsum toga verið úthlutað styrk og má þar nefna bókmenntir, byggingarlist, sönglist, ljósmyndun, tónlist, þjóðfræði og listasögu.

Árið 2010 hóf stofnunin að úthluta Marc de Montalembert verðlaununum, í samvinnu við Institut National d’Histoire de l’Art í París. Eftirleiðis, þá verður þessum verðlaunum úthlutað ár hvert til ungs fræðimanns frá Miðjarðarhafssvæðinu til rannsókna á listasögu svæðisins.

 

Útgefið efni: Fim, 25/04/2013 - 16:46


Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!