Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Ertu forvitinn um umheiminn?

A picture
© European Space Agency
Geimvísindastofnun Evrópu býður upp á margskonar starfsþjálfunarmöguleika fyrir unga ríkisborgara frá aðildarríkjum ESA og samstarfsríkjum. Athugaðu hvað hentar þér best!

Þjálfun ungra nýútskrifaðra háskólaborgara (YGT)

Áætlunin býður uppá tækifæri til eins árs launaðrar starfsþjálfunar og starfa í spennandi alþjóðlegu fjölmenningarumhverfi. Með þátttöku í YGT áætluninni, þá getur þú öðlast ómetanlega reynslu við undirbúning og starfrækslu geimferða. Þér, sem nýútskrifaður háskólaborgari, verður falin ábyrgð vegna undirbúnings verkefnis og þú munt njóta þess að starfa undir handleiðslu ESA sérfræðings.

Á hverju ári eru ný starfsþjálfunartækifæri auglýst á vef stofnunarinnar um miðjan nóvember, en aðrar stöður eru auglýstar allt árið um kring. Hafðu þess vegna augun opin!

Til þess að vera gjaldgengur, þá verður þú að vera nýútskrifaður háskólaborgari eða á lokaári þínu vegna háskólagráðu í tækni- eða vísindlegri námsgrein. Þú þarft einnig að vera ríkisborgari í einhverju aðildarríki ESA eða frá einu af Evrópusamvinnuríkjunum.

Til þess að sækja um, þá þarftu að fylla út á netinu umsóknareyðublaðið sem tengt er við sérhverja lausa stöðu, að viðbættum ferilskrá þinni og fylgibréfi. Athugaðu að þér er aðeins heimilt að senda inn eitt rafrænt umsóknareyðublað!

 

Rannsóknaráætlanir með styrkjum að loknu doktorsprófi

Ef þú ert ungur vísindamaður eða verkfræðingur, þá gefur ESA þér tækifæri til þess að leggja stund á tveggja ára styrkta rannsóknaráætlun í fjölmörgum vísindagreinum sem tengjast geimvísindum, hagnýtum geimverkefnum og tækniþekkingu.

Til þess að geta sótt um þá þarftu að hafa nýlega náð doktorsprófi í þeim fögum sem tengjast geimrannsóknum náið og vera vera ríkisborgari í einhverju aðildarríki ESA eða frá einu af Evrópusamvinnuríkjunum.

Þú getur lagt inn umsókn þína hvenær sem er á árinu, en matsferli umsóknanna hefst yfirleitt í október.

Sendu umsóknareyðublað þitt ásamt ferilskrá, skrá yfir útgefið efni, meðmælum, doktorsskírteini þitt og nákvæmri lýsingu á rannsóknarverkefni þínu til temp.htr@esa.int.

Staðfesta námsmanna

Ef þú ert enn við nám, þá býður ESA þér upp á starfsnám, að lengd 3 til 6 mánuðir, sem teljast mun til undirbúnings undir prófgráðu þína. Þetta ólaunaða starfsnám er í boði á tækni- jafnt sem ótæknilegum sviðum.

Til þess að sækja um, þá ættir þú að vera kominn nærri því að ljúka við BA-próf þitt, eða staddur á fyrra helmingnum af meistaranámi þínu í stærðfræði, verkfræði, eðlisfræði, vísindum og upplýsingatækni, lögfræði, fjármálastjórn og svo framvegis.

Þú þarft að fylla út umsóknareyðublaðið á netinu og senda það með tölvupósti til einhverrar af aðalstarfsstöðvum ESA. Þú ættir að láta fylgja með ferilskrá þína og fylgibréf til þess að útskýra hvers vegna þú hefur áhuga á að vinna hjá ESA.

Útgefið efni: Fim, 25/04/2013 - 15:26


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!