Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Vulcanus: kynntu þér japanska tækni frá fyrstu hendi

A picture
© fotolia.com - luchshen
Hefurðu áhuga á starfsþjálfun í iðnaðargeiranum í landi hinnar rísandi sólar? Athugaðu hvort þú getir sótt um hjá Vulcanus áætluninni í Japan!

Vulcanus áætlunin í Japan sem stofnuð var af Miðstöð um iðnaðarsamvinnu milli EB og Japans árið 1997, býður upp á starfsþjálfun í iðnaði handa námsmönnum frá EB sem samanstendur af einnar viku kynningarnámskeiði um Japan, fjögurra mánaða stífu námsskeiði í japanskri tungu og loks átta mánaða starfsþjálfun hjá japönsku fyrirtæki.

 

Get ég sótt um?

Til þess að vera gjaldgengur þá þarftu að vera ríkisborgari í einhverju EB landi og vera að minnsta kosti kominn á þriðja ár í verkfræðinámi eða vísindagráðu við EB háskóla. Nám þetta getur verið á sviði tölvufræði, vísindaverkfræði, vélaverkfræði, efnafræði, rafeindatækni, líftækni, rafmagnsverkfræði, eðlisfræði, fjarskipta, upplýsingatækni, kjarnorkuverkfræði, byggingarverkfræði, málmtækni, postulínsgerðar, framleiðslukerfa, o.s.frv.

Áætlunin hefst í september og líkur á ágúst árið eftir og tilgangurinn er að bæta og efla samvinnu á sviði iðnaðar og auka gagnkvæman skilning milli Japans og EB. Athugaðu að ef þér ber skylda til þess að skila einu þjálfunarári, þá er hægt að fá Vulcanus viðurkenndan sem hluta af þínu námi eða sem ársleyfi frá námi.

 

Hvernig á að sækja um?

Það eina sem þú þarft að gera er að senda inn umsókn og bíða eftir að verða valinn! Hæfni þín verður metin á grundvelli námsárangurs þíns, meðmæla frá kennurum þínum, enskukunnáttu þinnar, hvata þíns, viðhorfi þínu til samskipta EB og Japans og hæfileika þínum til þess að aðlagast framandi menningu.

 

Fjármögnun

 

Ef þú hefur áhyggjur af því hvernig þú getur farið að því að fjármagna þetta allt saman, þá stendur talsvert mikil hjálp til boða. Áætlunin er fjármögnuð af miðstöð iðnaðarsamvinnu milli EB og Japans og hinum japönsku móttökufyrirtækjum. Þér verður veittur 2.000.000 jena styrkur til þess að standa straum af ferðakostnaði þínum. Tungumálanámskeiðið og kennslan eru ókeypis og þér verður séð fyrir húsnæði á meðan á allri dvölinni stendur.