Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Stígðu skrefi framar með STEP í boði Menningarstofnunar Evrópu

A picture
© shutterstock.com - Diego Cervo
Hinir svokölluðu ‘ECF STEP skrefi framar ferðastyrkir’ til upprennandi listamanna og starfsfólks í menningargeiranum gera þeim kleift að kanna og skiptast á skoðunum, auka færni og innblástur þeirra á meðal í Evrópu og nærliggjandi löndum. Áhugavert ekki satt?

Evrópska menningarstofnunin styður verkefni sem uppfylla grundvallarreglurnar þrjár: hvetur fólk til dáða með menningu og listum, tengir saman uppsprettur þekkingar og hnýtir saman stefnu í menningarmálum og framkvæmd hennar.

 

Er ég gjaldgengur til að sækja um?

Ef þú ert listamaður eða starfandi í menningargeiranum og yngri en 35 ára, frá einhverju Evrópu- eða nálægu landi, þá er svarið já. ECF sjóðurinn styrkir alls konar listræna og menningarlega tjáningu: tónlist, sjónlistir, leikhús, dans, kvikmyndir, heimildamyndagerð, margmiðlun, ljósmyndun, hönnun, tísku og leikhús, dans, kvikmyndir og eflingu á menningarstarfsemi. Ef þú ert enn ekki viss, farðu þá inn á gjaldgengisþjark ECF til þess að gá hvort þú getir sótt um!

 

Umsóknarfrestir?

Það eru engir fastákveðnir umsóknarfrestir innbyggðir í STEP skrefi framar áætlunina, þannig að þú getur lagt inn umsókn þína allt árið um kring. Gættu þess samt að lesa fyrst umsóknarleiðbeiningarnar vandlega! Yfirleitt tekur valferlið hátt í einn mánuð, en stundum dregst það þó lengur yfir sumarleyfistímabilið.

 

Bakgrunnsupplýsingar

Síðan 2003 hefur STEP - ‘Stuðningur við ferðalög handa evrópskum samtökum’ – Umfram ferðastyrki staðið fyrir stuðningi við mörg hundruð manns til þess að ferðast yfir landamæri í Evrópu. Árið 2011, þá veitti ECF alls 261 einstaklingsbundna ferðastyrki (af 845 umsóknum) að upphæð €250 til €700 hver styrkur.

Útgefið efni: Fös, 12/04/2013 - 14:52


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!