Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Gerstu Bogliasco-félagi!

A picture
© fotolia.com - olly
Ef þú leggur stund á háþróaða listræna sköpunarstarfsemi eða rannsóknarvinnu, þá gætir þú sótt um hjá Bogliasco-félaga áætluninni! Kannaðu hvað með þarf til þess að komast að hjá Rannsóknarsetri Ligúríu á Ítölsku Rivíerunni.

Rannsóknarsetur Ligúríu hjá Bogliascostofnuninni, nálægt Genóa, veitir dvalarstyrki til listamanna og fræðimanna frá öllum þjóðlöndum, báðum kynjum og öllum aldri.

 

Get ég sótt um?

Þér er velkomið að sækja um ef þú leggur stund á skapandi störf eða rannsóknarvinnu á sviði fornleifafræði, byggingarlistar, sígildra fræða, dans, kvikmynda eða myndbanda, sagnfræði, landslagsarkitektúrs, bókmennta, tónlistar, heimspeki, leikhúsfræða eða sjónlista. Athugaðu þó, að rannsóknarsetrið býr ekki svo vel að hafa yfir æfingasal að ráða ef þú hefur í hyggju að stunda umfangsmiklar æfingar vegna sýninga á t.d. dans- tónlistar- eða leikhúsverkum.

 

Hvernig á að sækja um?

Til þess að geta sótt um að gerast Bogliasco-félagi, þá þarftu að geta sýnt fram á umtalsverðan árangur á þínu sviði, sem stemmir við aldur þinn og reynslu. Þú þarft einnig að láta fylgja með lýsingu á þeim verkefnum sem þú hyggst vinna að á meðan þú dvelst í Bogliasco. Mundu að Bogliasco styrkir eru ekki veittir námsmönnum sem leggja ennþá stund á framhaldsnám.

Þú getur lagt inn umsókn þína á ensku, frönsku, ítölsku eða spænsku. Gættu þess vandlega að fylla út öll nauðsynleg fylgiskjöl og kynna þér öll smáatriði um umsóknarferlið á vef stofnunarinnar.

 

Umsóknarfrestir

Styrktímabilin standa annars vegar frá því í september til 13. desember (haust- og vetrarönn) og þá rennur umsóknarfresturinn út í janúar, og hins vegar frá febrúar til maí (vetrar- og vorönn) en þá rennur umsóknarfresturinn út í apríl. Það má kynna sér fresti þess árs með því að skoða vef styrkveitandans.

 

Bogliascostofnunin hefur tekið á móti hartnær 700 styrkþegum frá 40 löndum frá því að hún var opnuð árið 1996. Ár hvert, þá veitir stofnunin u.þ.b. 50 styrki þar sem venjulegur gildistími þeirra er frá 30/31 til 33/34 dagar.

Útgefið efni: Fös, 12/04/2013 - 12:49


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!