Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Menning innan seilingar

A picture
© Europeana
Eru ekki einhver fræg listaverk sem þig hefur alltaf langað til þess að sjá en hefur aldrei haft tækifæri til þess? Nú þarf maður ekki lengur að fara til Parísar til þess að sjá Mónu Lísu eða til Flórens til að heimsækja David. Það hefur aldrei verið auðveldara að nálgast menninguna!

Europeana: kannið menningarsöfn Evrópu

Á Europeana vefnum hefur þú aðgang, ekki aðeins að málverkum og safngripum, heldur líka að milljónum bóka, kvikmynda og spjaldskrám sem færð hafa verið yfir á rafrænt form vítt og breitt um Evrópu.

Þessari rafrænu gátt var ýtt úr vör árið 2008 og virkar hún sem margmála rafrænt gagna- lista- og skjalasafn. Europeana veitir þér skjótan og auðveldan aðgang að yfir 23 milljónum safngripa úr evrópskum bókasöfnum, listasöfnum, skjalasöfnum, myndlistargalleríum og hljóð- og myndmiðlaverkasöfnum sem koma frá 33 löndum.

 

Europeana

Evrópska safnanóttin

Segjum nú svo að þér líki betur við „raunveruleg” söfn, en sért ekkert sérlega spenntur fyrir aðgangseyrinum, þá getur þú nýtt þér evrópsku safnanóttina þegar aðgangurinn er alls staðar ókeypis. Í maí ár hvert, þá hafa yfir 4.000 listasöfn í 40 löndum dyr sínar opnar alla nóttina ókeypis eða gegn framvísun sérstaks passa.

 

Hefurðu ekki tíma til þess að bíða eftir evrópska safnadeginum og langar til þess að komast strax á listasafn? Það getur vel verið að þú eigir rétt á einhverjum hinna ótalmörgu afslátta sem gilda fyrir ungt fólk víða í Evrópu. Ef þú ert námsmaður, þá getur þú yfirleitt keypt aðgöngumiða á lægra verði með því að sýna stúdentaskírteini þitt eða alþjóðlega viðurkennt kort á borð við Alþjóðlega stúdentaskírteinið (ISIC). Jafnvel þótt þú sért ekki lengur námsmaður, þá getur þú jafnvel notað  evrópska ungmennakortið (EYCA) til þess að fá afslátt sumstaðar.

 

Aðalatriðið er að það eru nánast ekkert sem hamlar á því að þú hafir aðgang að menningarstarfsemi hvar og hvenær sem þú hefur áhuga á því.

 

Útgefið efni: Fös, 12/04/2013 - 11:59


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!