Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Video: 

Us, art and the community (Youth Initiative 2009)


Við, listin og samfélagið

Hvað gerist þegar ungt fólk stendur að uppsetningu á listsýningu í þeim tilgangi að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um málefni á borð við félagslega aðlögun, -þátttöku og -sjálfsmynd?

Við, listin og samfélagið var framtak ungmenna sem studd var af áætluninni Evrópa unga fólksins. Frumkvæðið kom frá 6 manna hópi ungs fólks 6 frá Mayfield svæðinu í borginni Cork, á Írlandi, sem náð höfðu að mynda tengsl við þjónustuna við ungt fólk.

 

Þátttakendur voru á aldrinum á milli 15 og 17 ára. Allmörg voru ekki lengur í námi. Tvö úr hópnum voru af Róma-uppruna og höfðu uppi spurningar um sjálfsmynd sína sem þau vildu kanna nánar. Unga fólkið í hópnum tók til umfjöllunar margskonar viðfangsefni, þar á meðal heilsumál, umhverfismál, þátttöku, sjálfsmynd og hvernig efla má liðsanda.