Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Alþjóðleg skipti í þágu listamanna

A picture
© shutterstock.com - Masson
Sem starfandi listamaður, þá getur dvöl þín í öðru landi orðið þér ný uppspretta innblásturs. Þú munt öðlast reynslu og þekkingu og gætir jafnvel víkkað út markhóp þinn eða byrjað á samstarfsverkefnum.

Tilflutningur á listamönnum og starfandi fagmönnum í listageiranum milli landa leikur stórt hlutverk í þeim efnum að viðhalda menningarlegri fjölbreytni og þvermenningarlegum skoðanaskiptum. Með því að ferðast og dvelja erlendis, þá getur þú víkkað út starfsemi þína fjölmörgum sviðum, sköpunarverk þín munu þróast og þú munt deila lífsreynslu og læra af öðrum listamönnum. Um leið og skapandi hæfileikar taka að flæða á auðveldari hátt yfir landamæri þá verða samstarf og ábatasöm samskipti möguleg á milli skapandi listamanna sem upprunnir eru úr mismunandi menningarumhverfi og ólíkum listrænum hefðum.

 

Hvar á að byrja?

Áður en þú skráir þig í einhverja ferða- eða dvalaráætlun listamanna, þá ættir þú að hugleiða vandlega fyrst hvað hvetur þig til þess. Með öðrum orðum, þá þarftu að vera viss um hvers vegna þig langar til þess að dvelja og starfa einhvers staðar annars staðar.

Að gera upp við sig og velja eitt af þeim ótalmörgu tækifærum sem gefast getur verið þrautin þyngri, en það eru samt nokkur atriði sem rétt er að spyrja sig sem síðan geta gert valið auðveldara, eins og til dæmis:

  • Hvaða landssvæði og hvaða listgreinar vekja mestan áhuga þinn?
  • Hvaða búsetuform hentar þér best?
  • Hvaða aðstaða til listsköpunar þarf að vera fyrir hendi?

Það næsta sem þú þarft að hugleiða er hvernig umsóknarferlinu er hagað og hvernig er með fjármögnun. Umsóknarferlin eru ákaflega mismunandi og þátttaka er skipulögð með löngum fyrirvara. Sumar dvalaráætlanir listamanna standa straum af öllum kostnaði, á meðan í öðrum er alls enginn kostnaður innifalinn og sumar fara bil beggja. Kannaðu fjármögnunina gaumgæfilega áður en þú leggur af stað!

 

„Listamannsdvöl mín í Casita Maria lista- og menningarmiðstöðinni í Bronx hverfinu hafði geysilega jákvæð áhrif á verkefni mitt. Mér var ekki aðeins gert kleift að eiga samstarf við hið einstaka listaumhverfi í Bronx –sem varð óaðskiljanlegur hluti vinnu minnar – heldur var mér fenginn til afnota geysistór vinnustofa (leikfimisalur menntaskóla) þar sem ég gat magnað upp hljóðstig, gert tilraunir með sýningar og þróað verkefnið áfram. Starfsfólkið á Casita sýndi verkinu einnig virkilegan stuðning og var mjög spennt fyrir því að hafa alþjóðlegan margmiðluarlistamann starfandi mitt á meðal sín. Að skapa háþróaðan, flókinn margmiðlunargjörning í leikfimisal í Bronx var nánast yfirnáttúruleg upplifun en verkinu fleygði gífurlega fram á meðan á því stóð”.
Mark Bolotin, frá Ástralíu, dvaldist í New York árið 2012

 

Hvar á að leita?

Trans Artists stofnunin er þekkingarmiðstöð um menningarlegan hreyfanleika, sem einbeitir sér einkum að svokölluðum listamenn-á-dvalarstað áætlunum.

Á ferðinni er tengslanet með upplýsingar um menningarlegan hreyfanleika, þar sem yfirlit fæst um umsóknarfresti, leiðbeiningar og tólastikur.

e.mobility er félagsskapur sem ýtir undir hreyfanleika listamanna, þar sem listamenn geta bæði fundið sér dvalaráætlun, boðið fram slíkar áætlanir og skipulagt fundi.

Dvalarstaðir ótakmarkaðir er ókeypis þjónusta sem hefur á boðstólnum uppfærðar upplýsingar um dvalarmöguleika listamanna út um allan heim.

Res artis er tengslanet á heimsvísu um dvalarstaði listamanna.

 

Útgefið efni: Fös, 12/04/2013 - 11:11


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!