Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Aðlögun Rómafólks

A picture
© shutterstock.com - Tom Wang
Það eru um 10 til 12 milljónir Rómafólks í Evrópu og flestir þeirra eru EB ríkisborgarar. Engu að síður, þá hafa þeir kynslóðum saman þurft að horfa upp á félagslega og stofnanalega mismunun.

Rómafólkið er stærsti og elsti minnihlutahópurinn í Evrópu og í rúmlega eitt þúsund ár, þá hafa þeir verið óaðskiljanlegur hluti evrópskrar menningar. En í dag, þá eru þeir einnig sá þjóðernishópur sem þarf að búa við hæsta stig fátæktar og félagslegrar höfnunar hvort sem er í Vestur- Mið eða Austur-Evrópu. Rómamenn eru sífellt  útilokaðir frá fullri þátttöku í því efnahags- félags- stjórnmála- og menningarlífi og frá því að njóta þeirra lífskjara og þeirrar vellíðan sem talin eru eðlileg í þeim þjóðfélögum þar sem þeir búa.

 

Hverjir eru Rómafólkið?

Rómafólkið eru evrópsk þjóð af indverskum uppruna, en forfeður þeirra yfirgáfu Gangesdalinn fyrir um 800 árum síðan. Þeir búa nú út um allan heim, en þó að langmestu leiti í Evrópu.

Sjálfur, þá lít ég fyrst og fremst á mig sem manneskju, því næst sem serbneskan ríkisborgara af Rómauppruna. Við erum öll fyrst og fremst manneskjur, síðan ríkisborgarar og loks Evrópubúar: ekki vera að sóa tíma í að ala á fordómum ykkar; það er svo margt annað skemmtilegra að gera og uppgötva í lífinu!
Djordje Jovanovic, serbneskur ríkisborgari af Rómauppruna

 

Áratugur Rómaaðlögunarinnar

Frá 2005 til 2015, þá táknar áratugur Rómaaðlögunarinnar pólitíska skuldbindingu af hálfu evrópskra ríkisstjórna til þess að betrumbæta stöðu og félagslega aðlögun Rómafólksins. Áratugurinn tengir saman ríkisstjórnir, milliríkjastofnunanir og frjáls félagasamtök, að viðbættu borgaralegu samfélagi Rómafólksins. Aðaláherslur þessa átaks verða: menntun, atvinna, heilbrigðis- og húsnæðismál.

 

Rómamenntunarsjóðsáætlunin til veitingar námsstyrkja

Námsstyrkurinn sem Róma-menntunarsjóðurinn veitir, er úthlutað að verðleikum, til eins námsárs í senn (með möguleika á endurnýjun) til Róma-stúdenta sem eru að undirbúa sig undir að taka BA, meistara- eða doktorspróf.

Markmiðið með námsstyrknum er að auka hreyfanleika Róma-stúdenta til náms og stuðla að því að þeir falli inn í hið alþjóðlega fræðasamfélag.

Til þess að komast að hvernig á að sækja um og hvenær næstu umsóknarfrestir eru, farðu þá inn á námsstyrkssíðuna.

 

Gakktu í lið með ungu Rómafólki

Ef þú ert ung Róma-manneskja eða vilt bara leggja þeim lið í baráttu sinni, þá einsetur Hið alþjóðlega Róma-tengslanet ungs fólks sér að safna saman þeim samtökum sem starfa í þeim löndum þar sem fjöldi Rómafólks er hvað mestur. Athugaðu hvort að ein slík sé í þínu landi.