Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvað er félagsleg aðlögun?

A picture
© iStockphoto.com - skynesher
Heildstætt þjóðfélag byggist á gagnkvæmri virðingu og samstöðu þegnanna, þar sem jöfn tækifæri og mannsæmandi lífskjör standa öllum til boða – þar sem litið er á félagslega fjölbreytni sem uppsprettu styrkleika en ekki eitthvað sem klýfur samfélagið. Er þetta evrópsk framtíðarsýn eða raunveruleikinn?

Félagsleg aðlögun snýst um það að manni finnist maður vera hluti af samfélaginu, þar sem bindiefnið er sameiginleg sjálfsmynd og lífsgildi.

Fátækt er ein af meginástæðunum til þess að fólki finnist það vera utanveltu. Að hafa hvorki aðgang að heilsugæslu og félagsþjónustu né atvinnutækifærum getur einnig stuðlað að því að fólk finni fyrir félagslegri útskúfun.

En sumum finnst þeir vera félagslega utanveltu, sama hversu vel menntaðir eða fjárhagslega sjálfstæðir þeir eru. Félagsleg útskúfun hittir ekki aðeins fyrir þá sem skortir efnisleg gæði. Á að giska þriðji hver maður á Evrópu- og Mið-Asíu landssvæðunum telst vera félagslega útskúfaður.

 

Ungt fólk og félagsleg aðlögun

Ungt fólk telst til þeirra sem eru hvað berskjaldaðastir í þjóðfélaginu, einkum þegar efnahagsleg niðursveifla á sér stað. Fimmta hvert barn (upp að 17 ára aldri) elst upp í fjölskyldu þar sem fátækt vofir yfir og rúmlega einn þriðji hluti ungs fólks í ESB sem nýkominn er á fullorðinsaldur (18 til 24 ára) er nú atvinnulaus – og leggur hvorki stund á menntun, atvinnu né starfsþjálfun.

Það skiptir líka máli hvar maður býr. Fólk af landsbyggðinni er næstum fjórum sinnum líklegra til þess að verða fyrir barðinu á félagslegri útskúfun heldur en þeir sem upprunnir eru í borgum eða bæjum.

 

Hvað getur þú gert?

Bæði ungmennaáætlun ESB og  áætlunin Evrópa unga fólksins láta félagslega aðlögun til sín taka – og skapa ungu fólki margs konar tækifæri til þess að læra og taka þátt á margvíslegan hátt vítt og breitt um Evrópu.

Þú getur einnig látið til þín taka á vettvangnum ESB skipulegar umræður eða athugað hvað annað ungt fólk hafði að segja á ungmennaráðstefnunni sem fram fór 2012 á Kýpur.

Útgefið efni: Fim, 11/04/2013 - 17:25


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!