Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Þín Evrópa – að búa, starfa og ferðast innan EB

A picture
© fotolia.com - olly
Hefur þú áhyggjur af þeim formsatriðum sem þú munt þurfa að ganga í gegnum þegar þú flyst frá einu EB landi til annars? Þarf ég að láta skrá mig? Get ég sótt um bætur? Hvað ef flugið mitt er fellt niður? Þín Evrópa er með svarið!

Á vefsetrinu Þín Evrópa er fullt af upplýsingum og ráðleggingum um búsetu, vinnu og ferðalög innan EB og ef þú þarft að spyrja einhverra spurninga um EB réttindi þín, þá er Þín Evrópa Ráðleggingar með hóp óháðra lagasérfræðinga á sínum snærum sem geta:

  • útvegað ókeypis og klæðskerasaumaðar ráðleggingar handa þér á þínu eigin tungumáli, innan viku
  • frætt þig um hvaða landslög eiga við þig
  • upplýst þig um hvernig þú getur nýtt þér EB réttindi þín

 

Komdu með þína spurningu

Þú átt tvo möguleika:

  1. að fylla út spurningaeyðublað á netinu
  2. símleiðis til Evrópa beint, með því að hringja ókeypis í símanúmerið 00800 6 7 8 9 10 11 hvaðanæva að úr EB

Áður en þú sendir fyrirspurn þína, athugaðu þá fyrst hvaða spurningum Þín Evrópa getur leyst úr.

 

Sögur af góðum árangri

Þín Evrópa-Ráðleggingar er með teymi 50 lögfræðinga á sínum snærum, sem tala fjölmörg tungumál, og svara rúmlega 12.000 spurningum árlega:

  • ‘Með ykkar hjálp, þá tókst okkur að endurheimta 429€  frá símafyrirtæki okkar.’ (Breskur ríkisborgari í Frakklandi)
  • ‘Ég þurfti að fá lögfræðilegri spurningu svarað á mannamáli, og mér er sönn ánægja að greina að ég fékk svar sem var virkilega hægt að skilja.’ (fyrirspyrjandi frá Marseille)
  • ‘Ráðleggingar ykkar gerðu mér kleift að sækja um fjölskyldubætur til Austurríkis. (Pólskur ríkisborgari sem starfaði í Austurríki)
  • Breskur einstaklingur vill ferðast með eiginmanni sínum, sem ekki er upprunninn í EB, frá einu EB landi til annars, þar sem hún á fjölskyldubústað – en er í mestu vandræðum með að fá vegabréfsáritun fyrir hann. En þökk sé ráðleggingum frá Þín Evrópa-ráðleggingar, þá er maka hennar gert kleyft að ferðast án óþarfa formsatriða.
  • Austurríkismanni , sem er handhafi bresks prófskírteinis um að hann sé tannfræðingur, er tjáð að hann geti ekki sett upp sína stofu í Austurríki. Þín Evrópa-ráðleggingar útskýrir fyrir honum hver hin viðeigandi formsatriði séu og hvaða skjölum hann þurfi að framvísa og vísar honum á þau stjórnvöld í Austurríki sem geti aðstoðað hann enn  frekar.

Útgefið efni Mán, 15/04/2013 - 10:06
Síðast uppfært Þri, 14/08/2018 - 15:05Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!