Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Almannatryggingar í Evrópu

A picture
© fotolia.com - Kirill Kedrinski
Almannatryggingakerfinu var komið á fót til þess að vernda það fólk sem þarf á hjálp og umönnun að halda. Sérhvert land er með sitt eigið kerfi, en þó eru nokkrar sameiginlegar reglur til þess að vernda réttindi þín þegar þú ert á faraldsfæti í Evrópu.

Í almennu mannréttindayfirlýsingunni segir að samfélög manna skuli hjálpa einstaklingum til þess að þroskast og færa sér að fullu í nyt þau tækifæri sem bjóðast þar sem þeir búa. Það er einmitt það sem almannatrygginar snúast um.

Oftast nær er þessum markmiðum náð með almennum tryggingum – eftirlaun fyrir þá sem hættir eru störfum, fjárhagsaðstoð við atvinnulausa, fjölskyldubætur og stuðningur við öryrkja. Með almannatryggingum er einnig átt við opinbera þjónusta, eins og til dæmis heilsugæslu, dagvistun barna eða félagsþjónustu.

Þó er það svo, að kerfið virkar ekki allsstaðar eins, svo þú ættir þess vegna að kynna þér hvernig kerfið virkar í þínu eigin landi.

 

Moving within Europe - How does moving affect my right to unemployment benefits?

 

Evrópusambandið hefur skilgreint sameiginlegar reglur um almannatryggingar fyrir öll EB löndin, Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss sem lúta að:

 

Hvernig virkar þetta þegar maður ferðast innan EB?

  1. Þú greiðir aðeins iðgjöld til almannatrygginga í einu landi í einu – því landi þar sem þú býrð eða starfar.
  2. Þú býrð við sömu réttindi og skyldur og íbúar þess lands þar sem þú ert tryggður.
  3. Þegar þú sækir um bætur almannatrygginga, þá er tekið tillit til, ef þurfa þykir, fyrri tryggingatímabila þinna og litið til þess hvort þú hefur starfað eða verið búsettur í öðrum löndum.
  4. Ef þú átt rétt á greiðslu í beinhörðum peningum frá vissu landi þá áttu að öllu jöfnu að geta fengið þá greiðslu afhenta jafnvel þótt  þú sért búsettur í öðru landi.

Þegar þú flyst frá einu EB landi til annars, þá verða yfirvöld almannatrygginga í heimalandi þínu að yfirfæra þínar upplýsingarnar til yfirvaldanna í því landi þar sem þú býrð. Finna má skrá yfir landsyfirvöldin í Stofnanaskrá um rafræn skipti á upplýsingum almannatrygginga.

 

Þarftu hjálp?

  • komdu spurningum þínum á framfæri við Evrópa beint
  • Notaðu SOLVIT til þess að leysa vandamál með hjálp stjórnvalda innanlands

Útgefið efni: Fös, 12/04/2013 - 16:19


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!