Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Fötlun á ekki að vera hindrun

A picture
© shutterstock.com - Yuri Arcurs
Áttatíu milljónir Evrópubúa þurfa að lifa lífinu með einhvers konar fötlun. Það eru ein 15% af heildarmannfjöldanum. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda, þá finnst mörgum fötluðum að þeir séu skildir eftir einangraðir og ófærir um að njóta til fullnustu þess ferðafrelsis innan EB sem aðrir njóta.

Allir ríkisboragar í EB eiga rétt á því að flytjast til annars EB lands til þess að búa þar, vinna eða stunda nám en ef þú býrð við fötlun, þá getur þér fundist að þú njótir í raun ekki sömu tækifæra.

Þú getur lent á hindrunum þegar þú stundar nám, ert að leita þér að vinnu, á ferðalögum, að kaupa vörur eða þjónustu eða einfaldlega við að afla þér upplýsinga.

 

Ferðafrelsi

 Málþing samtaka um málefni fatlaðra í Evrópu hefur hrint af stokkunum herferð sem miðar að því að ryðja úr vegi öllum hindrunum fyrir fólk með fötlun. Aðalmarkmiðið er að sannfæra aðra, einkum vinnuveitendur og opinbera þjónustugeirann, um að aðlaga sig.

  • Evrópsku aðgengislögin innleiddu aðgengiskröfur um þvert og endilangt EB, sem náði til vöru og þjónustu.
  • Evrópska ferliskírteinið gerir þér auðveldara að ferðast tol annarra EB landa ef þú ert fatlaður. Skírteinið gerir þér kleift að nálgast vissa þjónustu með sömu skilyrðum og heimamenn sem einnig eru fatlaðir.

 

Hvað getur þú gert?

  1. Halaðu niður verkfærasetti herferðarinnar og gerstu sendiherra fyrir frelsið til þess að ferðast.
  2. Prentaðu út dreifibréfið og komdu af stað orðrómi um herferðina í þínum skóla, háskóla, vinnustað og hvar sem þú átt leið um.