Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Er jafnrétti kynjanna orðið að veruleika?

A picture
© shutterstock.com - Aaron Amat
Jafnvel nú, á 21stu öldinni, þá ríkir enn ójöfnuður milli karla og kvenna, einkum á vinnumarkaðinum. Í EB ríkjunum, þá eru tekjur kvenna á lífsleiðinni að jafnaði 17% lægri en tekjur karla.

Á undanförnum áratugum, þá hefur EB náð umtalsverðum árangri í að jafna muninn milli kynjanna: sífellt fleiri konur halda nú út á vinnumarkaðinn og þær hafa mun betra aðgengi að menntun og starfsþjálfun en áður. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt sig fram við að jafna kynjamuninn með áætluninni hernaðaráætlun um jafnrétti milli kvenna og karla.

 

Close the gender pay gap

 

Baráttudagurin fyrir launajafnrétti

Fyrsti evrópksi baráttudagurinn fyrir launajafnrétti var haldinn í mars 2011, þar sem markmiðið var að auka almenningsvitundina á launamuninum sem ríkir milli karla og kvenna. Dagsetningin – 5. mars – var sá dagur sem að hin dæmigerða kona hefði unnið sér inn jafn mikið og hinn dæmigerði karl hafði gert á árinu 2010– nefnilega 64. Baráttudagurinn fyrir launajafnrétti hefur verið haldinn hátíðlegur árlega svo árum skiptir í fjölmörgum Evrópulöndum.

Evrópski baráttudagurinn fryir launajafnrétti minnir okkur á hversu mikið verk er enn fyrir höndum ef við ætlum að vinna bug á launamismuninum”, segir Viviane Reding (Varaforseti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og nefndarformaður um réttlæti), og strengir þess heit að starfa með ríkisstjórnum í EB, atvinnulífinu og stéttarfélögum, þannig að einn góðan veðurdag munum við ekki lengur þurfa á neinum baráttudegi fyrir launajafnrétti, sem sífellt minnir okkur á muninn milli tekna á kvenna og karla, að halda.
 

Reiknaðu út launamismun kynjanna í þínu starfi.

 

Fáanleg hjálp

Hefur þér stundum fundist að kyn þitt hafi komið í veg fyrir að þú fengir vinnu? Eða orðið vitni að því að farið var með einhvern á ósanngjarnan hátt á grundvelli kyns viðkomandi? Hafðu þá samband við jafnréttisstofu í þínu heimalandi og kannaðu hvernig EB löggjöf getur stutt við málatilbúnað þinn.

Ef þú ert að hugsa um að stofna eigið fyrirtæki, þá getur frumkvæðið Jafnrétti borgar sig hjálpað þér til þess að finna konur á vinnumarkaði sem búa yfir þeirri færni sem þú ert á höttunum eftir. Það gerir þér einnig kleift að skiptast á góðum starfsvenjum með því að laða til þín, halda í og þróa enn frekar hæfileika frábærra starfskrafta og þar með draga úr launamisréttinu milli kynjanna.