Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Þekktu grundvallarréttindi þín

The 30 Articles of Human Rights

Mnnréttindi eru fyrir alla, óháð þjóðerni, búsetu, kyni, eða þjóðar-eða kynþáttalegum uppruna, litarhætti, trúarbrögðum, kynhneigð, tungumáli eða yfirleitt nokkru öðru viðmiði.

Kveðið er á um þessi réttindi í almennu mannréttindayfirlýsingunni, sem samþykkt var fyrir meira en  60 árum síðan. Það er vel þess virði að lesa þessa yfirlýsingu. Að vera sér vel meðvitaður um mannréttindi er fyrsta skrefið í að efla þau og að berjast fyrir þeim.

 

Almenna yfirlýsingin hefur verið staðfest af nánast öllum þjóðríkjum heims og er hún það skjal sem sem mest hefur verið þýtt í öllum heiminum, en hún finnst nú á yfir 380 tungumálum og mállýskum.

 

Mannréttindadagurinn

Almenna yfirlýsingin var samþykkt hinn 10. desember 1948, og síðan þá hefur Mannréttindadagurinn verið haldinn hátíðlegur út um allan heim á þeim degi.  Mannréttindafulltrúi SÞ leikur stórt hlutverk við að samræma alla þá viðleitni sem tengist mannréttindadeginum.

 

Starfaðu að mannréttindamálum

Amnesty International heldur uppi vörnum út um allan heim fyrir fólk sem orðið hefur verið fyrir því að brotin hafa verið á þeim mannréttindi. Þú getur hjálpað með því að ganga sjálfur í lið með þeim; þegar þú ert orðinn meðlimur, þá mun þér berast tölvupóstur um herferðir í mannréttindamálum og þau tækifæri sem gefast til þess að grípa til aðgerða. Þú getur einnig gerst sjálfboðaliði og stutt við aðgerðir heima fyrir. Kannaðu hvort það sér Amnesty International skrifstofa á þínu svæði.

Ef þú hefur áhuga á að gera mannréttindi að þínum starfsvettvangi, þá býður Mannréttindavaktin upp á tækifæri til starfsnáms (flest þeirra eru ólaunuð) á einhverri af hinum fjölmörgu skrifstofum samtakannasem staðsettar eru vítt og breitt um heiminn. Byrjaðu bara að leita þér að þeirri stöðu sem þér finnst áhugaverðust og sæktu svo um.