Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvernig er hægt að votta tungumálakunnáttu mína

Að læra erlend tungumál mun auðga menningarvitund þína og víkka sjóndeildarhring þinn, en það getur einnig bætt talsverðu við ferilskrá þina ef þér tekst með einhverju móti að fá þessa kunnáttu vottaða. Kynntu þér hvaða vottorð á þessu sviði njóta einna mestrar virðingar og hvernig þú getur orðið þér úti um eitthvert þeirra.

Hvað er þetta CEFR?

 

Hinn svokallaði Samevrópski tungumálarammi (CEFR) (kennsla, lærdómur, námsmat) var stofnaður til þess að leggja grunn að mati á færni fólks í erlendum tungumálum. Hann er notaður vítt og breitt um Evrópu, en einnig í öðrum heimsálfum og er fáanlegur á 39 tungumálum.

 

Þessi tungumálarammi flokkar tungumálafærnina niður í sex mismunandi stig og hin opinberu tungumálapróf eru sömuleiðis byggð á þeim:

 

  • A1 og A2 – Undirstöðustig
  • B1 og B2 – Millistig
  • C1 og C2 – Framhaldsstig

 

Staðfesting á kunnáttu þinni

 

Þú getur tekið próf sem staðfestir kunnáttu þína á nánast hvaða tungumáli sem er: skírteini sem staðfesta tungumálakunnáttu eru í miklum metum hjá vinnuveitendum og þeirra er krafist af langflestum háskólum þegar kemur að þeim tímamótum að leggja stund á nám erlendis (algengast er að B2 stigs sé krafist að lágmarki).

 

Þú getur kynnt þér málið með því að athuga vef þeirrar opinberu tungumálastofnunar sem þú hefur áhuga á. Dæmi um þetta eru British Council vegna enskunnar, Institut Francais vegna frönskunnar eða Instituto Cervantes vegna spænsku svo aðeins þær helstu séu nefndar. Hjá þessum stofnunum getur þú fengið upplýsingar um hvaða tungumálavottorða þú getur aflað þér, fyrirkomulag prófa, þau gjöld sem þarf að greiða, og hvenær prófin fara fram.

 

Til þess að ná sem bestum árangri á prófunum þá mælum við með því að einbeita sér virkilega vel að sérhverjum áfanga. Sumir vilja bara taka þátt í einhverjum vissum námsskeiðum, en hafðu samt engar áhyggju þótt þú hafir annaðhvort ekki nægan tíma eða nægileg fjárráð: það eru til margs konar leiðir til þess að undirbúa og kanna kunnáttu þína á þann hátt að þú getir gengist undir prófið á þinum eigin forsendum.

 

Europass tungumálapassinn

 

Dvaldir þú einu sinni alllengi erlendis og getur skilið erlent tungumál en án þess þó að geta gert þig skiljanlegan á því skriflega? Þá getur evrópski tungumálapassinn, enda þótt hann sé ekki opinbert gagn, komið sér vel þar sem hann getur innhaldið vottun á færni sem fengist hefur jafnt innan sem utan hins opinbera skólakerfis. Fyrir milligöngu samevrópska tungumálarammans, þá getur þú komið tungumálafærni þinni á framfæri hér, á skilmerkilegan hátt, sem jafnframt gefur kost á alþjóðlegum samanburði. 

Útgefið efni: Fös, 26/08/2016 - 14:55


Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!