Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Fáðu landvistarleyfi til að stunda nám í Evrópu

Dina Filipovic fæddist í Derventa (Bosníu og Hersegóvínu) fyrir 29 árum síðan. Núna er hún starfandi í Brussel eftir að hafa lokið meistaragráðu sinni í Austurríki. Skoðum hvernig hún fékk landvistarleyfi til að stunda nám sitt.

„Eftir að ég kláraði BA gráðuna mína í hagfræði í Sarajevo fann ég áhugaverðar námsbrautir í Evrópu á námskynningu. Meistaranám í stjórnun, bókhaldi og fjármálastjórn í Austurríki var mest heillandi. Ég sótti um og eftir viðtal á netinu komst í í námið“.

 

Þetta var aðeins byrjunin á ferðasögu Dinu. Næsta skref eftir að hafa verið samþykkt inn í nám á Schengen svæðinu var að fá landvistarleyfi fyrir nema.

 

„Ég fór í sendiráð Austurríkis í Sarajevo til að spyrjast fyrir, en þar sem ég var samþykkt um miðjan júlí og námið átti að hefjast í September mældu þeir með því að sækja beint um til útlendingastofnunar í Austurríki,“ - segir Dina.  „Ég ferðaðist til Austurríkis í byrjun september með vegarbréfið mitt (LINK TO THE ARTICLE HOW TO TRAVEL IN EUROPE) og ég sótti um landvistarleyfi fyrir námsmenn þegar þangað var komið. Ég fékk það 6 vikum síðar.“

 

Auk staðfestingar frá háskólanum sem þú ert kominn í þarftu að sanna að þú uppfyllir ákveðin skilyrði til að sækja um landvistarleyfi. Eitt af þeim er að eiga nógu mikinn pening til að geta haldið þér uppi meðan á náminu stendur. „Þú getur gert þetta með staðfestingu á að þú hafi fengið námsstyrk eða vinnu, ein einnig með því að sýna frammá bankayfirlit sem staðfestir að þú eigir nógu mikla innistæðu í bankanum eða með því að nefna þá manneskju sem mun standa straum af uppihaldi þínu. Þú verður semsagt að geta sýnt frammá að þú munir geta staðið straum af útgjöldum þínum.

 

Þar að auki gætir þú þurft að sýna frammá önnur gögn, en það fer eftir landinu. „Í mínu tilviki með Austurríki þurfti ég einnig að sýna frammá ég væri sjúkratryggð þannig að ég tryggði mig hjá fyrirtæki í Austurríki.

Landvistarleyfi námsmanna gilda í eitt ár og geta verið endurnýjuð ef þú getur sýnt frammá að þú uppfyllir nauðsynleg skilyrði. „Ég mæli með því fyrir alla að búa í öðru landi,“ segir Dina. „Þú færð fleiri tækifæri til að þroskast, sérstaklega faglega, og með því getur þú hjálpað fjölskyldu þinni og landinu þínu með því að deila þekkingu þinni, reynslu og nýju sjónarhorni. 

Útgefið efni: Mán, 27/06/2016 - 16:52


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!