Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvernig fer maður að því að taka þátt í ungmennaskiptum

Langar þig til þess að eyða nokkrum dögum erlendis við nám og að deila lífsreynslu þinni með öðru ungu fólki frá ýmsum löndum? Kynntu þér hvaða ungmennaskipti eru í boði og hvernig hægt er að taka þátt í þeim.

Ungmennasamtökin „Beyond Barriers“ í Tírana (Albaníu) eru einn af nokkrum Erasmus + landstengiliðum í því landi. Á síðustu tíu árum, þá hafa þau skipulagt yfir eitt hundrað ungmennaskipti, námskeið og æfingabúðir fyrir ungt fólk erlendis. Hann Ira Topalli, EVS verkefnastjóri þeirra, útskýrir hvað þarf að gera til þess að geta tekið þátt.

 

Hvað eru ungmennaskipti?

Ungmennaskipti er eins konar aðgerð sem gerir hópi ungs fólks kleift að dvelja saman í öðru landi, allt frá 5 og upp í 21 dags dvöl, og deila lífsreynslu sinni hvert með öðru.

Á meðan á ungmennaskiptunum stendur, þá leysir hópurinn visst málefnatengt verkefni af hendi, undir handleiðslu leiðtoga ungmennanna. Þau gætu til dæmis verið að vinna að verkefni tengdu umhverfisvernd, kynningum á sviði heilbrigðismála, fjölmenningarfræðslu og þar fram eftir götunum. Samskiptin eiga sér stað með því að tvinna saman vinnuhópa, þrautir, málstofur, hermilíkön, og jafnvel ýmsar uppákomur utandyra sem hannaðar hafa verið og undirbúnar af þátttakendunum sjálfum áður en ungmennaskiptin hefjast.

 

Hverjir geta tekið þátt?

Hver sem er á aldrinum 13 – 30 ára. Ungmennaskipti telja að lágmarki 16 þátttakendur og að hámarki 60 manns, að hópstjórunum frátöldum.

 

Hvernig get ég komist í kynni við ungmennaskipti sem vantar fleiri þátttakendur?

Það getur þú gert með því að nálgast Erasmus + tengilið í heimalandi þínu eða jafnvel með því að setja þig í samband við hin fjölmörgu samtök á landsvísu sem starfa með Erasmus+. Einnig er hægt að komast að því hverjir eru á höttunum eftir nýjum þátttakendum með því að fara inn sérstakar vefsíður eða í gegnum tengslahópa á netinu. Þú gætir til dæmis byrjað á að skoða Facebook hópinn Beyond barriers.

 

Hver eru svo næstu skref mín í þátttökuferlinu?

Þá þarftu að setja þig í samband við samtökin og láta þá vita að þú sért áhugasamur um að taka þátt. Ef þeir eru mikinn fjölda umsækjenda, þá getur vel verið að samtökin biðji þig um að senda ferilskrá þína og jafnvel bréf þar sem þú útskýrir hvers vegna þú hefur áhuga á verkefninu.

Ef þú ert valinn, þá verður þér gert að fylla út umsóknareyðublað sem að samtökin hafa látið útbúa, og það getur vel verið að samtökin óski eftir að þú mætir á fund með þeim. „Við höfum það fyrir reglu, að safna hópnum saman á skrifstofunni, þar sem þau eru látin ganga í gegnum visst þjálfunarferli áður en þau leggja af stað. Síðan fylgjumst við vel með störfum þeirra erlendis og þegar þau koma aftur til baka, þá hlustum við vandlega á frásögn þeirra hér heima við,” segir Ira Topalli. „Til dæmis, þá erum við þessa stundina að undirbúa sex manna hóp ungs fólks sem ætla að fara saman til Ítalíu í lok þessa mánaðar vegna ungmennaskipta á sviði umhverfismála, sem auk þess hafa það að markmiði að berjast gegn staðalímyndum í huga ungs fólks.”

 

Ég er ekkert sérstaklega fær í enskunni… get ég samt sem áður tekið þátt?

„Eitt af markmiðum okkar samtaka er að gera ekki of miklar kröfur til þeirra sem taka þátt í ungmennasamskipum á okkar vegum, því að við teljum lang mikilvægast að allir finnist þeir vera hluti af hópnum. Þess vegna eru í öllum okkar ungmennaskiptahópum einstaklingar sem eru fjarri því að vera vel talandi á enska tungu, en það er gert með ráðnum hug til þess að þeir sem eru betur talandi hjálpi hinum með þýðingar öðru hverju. Slíkur skortur á færni er því alls ekki nein ástæða til þess að útiloka neinn. Þvert á móti, þá ætti slíkt mótlæti að geta örvað þau til þess að læra málið betur seinna meir.”

 

Er þátttakan ókeypis?

Já, yfirleitt er þátttakan ókeypis. Auk þess er skýrt kveðið á um það í reglum áætlunarinnar að gisting, fæði og uppihald á meðan á verkefninu stendur skuli allt greiðast af skipuleggjendunum. Flugfarseðlar eru einnig innifaldir. Venjan er sú að við greiðum fyrir flugfarseðla þátttakendanna fyrirfram og síðan endurgreiða skipuleggjendurnir okkur þá seinna. Stundum kemur það fyrir að flugmiðarnir kosta örlítið meira heldur en fjárhagsáætlunin hefur reiknað með samkvæmt fjarlægðarreiknivélinni og þá getur fólk þurft að greiða sjálft fyrir mismuninn. Í einstöku tilfellum getur skipuleggjandinn sótt um styrk til þátttökunnar, en það er þó næsta sjaldgæft.

 

Hvers vegna mælið þið með að fólk taki þátt í ungmennaskiptum?

„Gríptu tækifærið til þess að gerast þátttakandi í þessum verkefnum. Það gefur ungu fólki ekki aðeins tækifæri til þess að þróa færni sína á hinum ýmsu sviðum heldur einnig að verða sér félagslega meðvitandi um hina fjölmörgu málaflokka og álitamál sem þau hafa aldrei kynnst áður í sínu daglega lífi. Við, sem félagasamtök, hvetjum ungt fólk til þess að kynna sér framandi menningu, nýja siði og lífsstíl, á meðan þau læra fjölmargt nýtt í samfloti við annað ungt fólk á svipuðu þroskastigi og þau sjálf. Þetta er einmitt það mikilvægasta sem fæst út úr ungmennaskiptum, nefnilega að læra og betrumbæta sína eigin hæfni. Vissulega eru þátttakendurnir af margvíslegum og mismunandi menningarlegum uppruna, en þau eiga þó engu að síður margt og mikið sameiginlegt. Okkar hlutverk er að beina athyglinni að hinu sameiginlega í fari þeirra og að gera öllu þessu unga fólki ljóst að það eru þau sem munu móta morgundaginn og framtíðina“.

Útgefið efni: Mán, 27/06/2016 - 15:07


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!