Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Spenntur fyrir að stúdera erlendis?

Kynntu þér þá áætlanirnar um nemendaskipti og þær kröfur sem þarf að uppfylla til þess að geta sótt um frá háskólum á Vestur-Balkanskagasvæðinu.

Hvernig væri að eyða tveimur námsönnum í það að leggja stund á nám við erlendan háskóla og auðga þannig anda þinn með því að læra erlent tungumál og kynnast fólki frá öðrum menningarheimum eða einfaldlega að njóta þess að búa í öðru landi.

 

Árið 2014, þá undirrituðu Serbía, Bosnía og Hersegóvína, Albanía og Svartfjallaland samning um að gerast aðilar að hluta til í Erasmus+ áætluninni. Síðan þá hafa langflestir háskólar í þessum löndum gert samstarfssamninga við háskóla í Evrópusambandinu. Þetta þýðir það, að þér verður gert kleift, sem námsmaður, lærlingur eða háskólastarfsmaður, að verja einni eða tveimur námsönnum til dvalar við æðri menntastofnun erlendis.

 

Þessu til viðbótar, þá hafa nokkrir háskólar gert tvíhliða samninga við nokkrar æðri menntastofnanir sem staðsettar eru í löndum utan EB. Þitt fyrsta skref er að setja þig í samband við skrifstofu alþjóðlegra samskipta í þínum háskóla til þess að komast að því hvaða samstarfserkefni og námsáætlanir eru í gangi sem þú gætir tekið þátt í.

 

Við nefnum hér tvær skiptiáætlanir fyrir doktorsnema og nýútskrifaða doktora:

 

- Mið-Evrópska skiptiáætlunin vegna námsmannaskipta á háskólastigi (CEEPUS). Þessi áætlun einbeitir sér að samhæfa háskólagráður, einkum og sér í lagi sameiginlegar doktorsgráður fyrir háskólanema frá Albaníu, Ausurríki, Bosníu og Hersegóvínu, Búlgaríu, Króatíu, Tékklandi, Ungverjalandi, Makedóníu, Moldóvu, Svartfjallalandi, Póllandi, Rúmeníu, Serbíu, Slóvakíu og Slóveníu og Pristínu/ Kósóvó. Hafðu samband við CEEPUS skrifstofuna í þínu heimalandi.

- Erasmus áætlun Vestur-Balkanskagalandanna (ERAWEB). Hér er um að ræða sameiginlega námsmannaskiptaáætlun sem að standa átta Vestur-Balkanskagaháskólar og sex EB háskólar. Hún er sérhönnuð fyrir nýdoktora sem hafa áhuga á að leggja stund á frekara nám, kenna eða stunda rannsóknir á sviði læknisfræði og heilsutengdum vísindum. Kynntu þér hérna hvernig hægt er að sækja um.

 

Ef þú ert ættaður frá einhverju Vestur-Balkanskagalandanna en hefur kosið að taka ekki beint þátt í námsmannaskiptaáætlun, en hefur engu að síður áhuga á að verða námsmaður sem sækist eftir fullnaðarprófi frá Vestur-Evrópskum háskóla, þá verður þú að vera handhafi að útskriftarskírteini frá æðri menntastofnun áður en þú sækir um. Ef þú hefur til dæmis útskrifast frá háskólanum í Belgrad, þá getur þú innritast í meistara- eða doktorsnám við erlendan háskóla.

 

Kynntu þér hérna hvernig hægt er að fá inni á stúdentagörðum.