Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Flug er ekki eini möguleikinn

night train
© Flickr - kevin dooley
Flest Evrópulönd liggja ekki langt hvert frá öðru og þess vegna má oft komast á áfangastað með öðru móti: lestir, langferðabílar og ferjur eru meðal ferðamáta til að uppgötva Evrópu.

Lest

Auk þess að gefa gott tækifæri til að dást að landslaginu er þægilegt að ferðast með lestum í Evrópu, ekki síst á stuttum vegalengdum. Ef leið þín liggur lengra geturðu slegið tvær flugur í einu höggi, sofið um leið og þú ferðast, með því að taka næturlest.

InterRail: kortið fyrir lestarferðalag um Evrópu: Ef þú ætlar að heimsækja fleiri lönd en eitt spararðu talsverða peninga með því að fá þér InterRail-kort. Finndu út hvort kortið hentar þínum ferðaplönum betur, þú færð far með heilmörgum lestum í Evrópu með því einu að veifa InterRail-kortinu.

RailEurope: Hannaðu þína eigin lestarferð með því að leita á meðal 50 járnbrautarfélaga víðs vegar í Evrópu.

Railfaneurope: Gátt að vefsíðum evrópskra ríkisjárnbrauta.

 

Rúta

Ferðir með rútu eiga sumt gott sameiginlegt með lestarferðum, t.d. tækifærið til að njóta útsýnisins og ferðast að nóttu til. Það getur reyndar tekið dálítið lengri tíma, en stundum er rúta eini möguleikinn til að komast á afskekktan stað.

Eurolines: Rútubílafyrirtækið Eurolines tengir saman allar helstu borgir Evrópu. Á vefsíðu þeirra má skoða áfangastaði og tímaáætlanir. 

Busabout: Þessi rútuferðaþjónusta stendur fyrir óhefðbundinn og frjálslegan máta að ferðast á og starfrækir einstakt og sveigjanlegt „hoppa-á-hoppa-af“ rútukerfi.

Megabus: Lággjaldafélag með ferðir á milli borga í Evrópu.

 

 

Bíll

Hvort sem þú átt bíl eða ekki geturðu valið bíl sem farartæki þitt í Evrópu. Það gefur ákveðinn sveigjanleika að ferðast með því að sameinast um bíl og þú þarft ekki einu sinni að kunna á hann. Hvort sem þú ert ökumaður eða farþegi, þá deilirðu kostnaðinum með hinum og kynnist nýju fólki á leiðinni.

Carpooling.com: Ódýr og græn leið til að ferðast um Evrópu, tengir saman fólk í 40 löndum.

RoadSharing: Vefsíða til að deila bíl og ferðast á puttanum.

Blablacar: Tengir saman bílstjóra sem hafa pláss fyrir farþega og fólk sem er að leita að fari í og um Evrópu.

 

Ferja

Þú hefur kannski ekki hugsað út í að stundum er næturferja besti kosturinn, sérstaklega ef þú ert við Miðjarðarhafið eða í Skandinavíu.

Ferrylines.com: Vefur með meira en 1800 ferjuleiðum í Evrópu.

Aferry.com: Ferjur á yfir 1200 leiðum við Bretlandseyjar, Frakkland, Spán, Írland, Holland, á Miðjarðarhafi og annars staðar í Evrópu.

 

Hvaða farartæki svo sem þú velur skaltu ekki gleyma að kynna þér rétt þinn sem farþega. Þú getur jafnvel hlaðið niður appi fyrir snjallsímann þinn.

Útgefið efni: Mið, 04/06/2014 - 10:59Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!