Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Gisting í Evrópu

Backpackers
© Flickr - garryknight
Nú er ferðaáætlunin klöppuð og klár, farangur tilbúinn, ferðir bókaðar, en hvað með gistingu? Þú hefur ýmsar leiðir til að gista á viðráðanlegu verði á meðan á ferðinni stendur.

Gistiheimili

Gistiheimili eru góður kostur þegar málið er að finna ódýran náttstað. Hér er listi með vinsælum gistivefsíðum

 • European Hostels: Hér leitarðu að bestu og ódýrustu gistirýmunum í borginni sem þú ætlar til. Vefsíðan hefur einnig að geyma ýmsar góðar ferðaábendingar.
 • European Hostel Guide: Leiðarvísir með upplýsingum um gistiheimili vítt og breitt í Evrópu, með myndum og tenglum á vefsíður heimilanna.
 • Hostel World: Hér má leita og bóka pláss á gistiheimilum alls staðar í heiminum og finna bestu tilboðin. Skoðaðu líka gistiumsagnirnar, vasahandbækurnar og ferðaábendingar.
 • Hostels.com: Þú hefur val á milli 35 000 gistiheimila, veldu áfangastaðinn til að koma þér í gang. Ekki gleyma að kíkja á síðurnar „city guides“ og „travel features“.
 • Hostelling International: Farfuglaheimili eru frábær leið til að kynnast landi fyrir lítinn pening. Þú hefur úr meira en 4000 farfuglaheimilum um allan heim að velja.
 • Hostel Bookers: Bókunarsíða fyrir farfuglaheimili og ódýra hótelgistingu á meira en 3500 stöðum í heiminum. Skoðaðu líka ferðabloggið, „travel inspiration“ og ferðaupplýsingar um tiltekna áfangastaði til að fá sem mest út úr ferðinni.

 

Tjaldstæði

Ef þinn draumur er að vera í nálægð við náttúruna getur tjaldgisting verið hentugur og ódýr kostur.

 • EuroCampings: Býður ítarlegar upplýsingar um tjaldstæði í Evrópu til að tryggja topp tjaldferð. Veldu eftir landinu, svæðinu, staðnum, nafni tjaldstæðis eða aðstöðu í boði.
 • Interhike: Ábendingar um tjaldstæði og gönguferðalög vítt og breitt í Evrópu, notaðu einfaldlega kortið til að finna tjaldstæði á því svæði sem þú óskar.

 

Leigja íbúð og framleigja

Ef þú ert meira fyrir fjóra veggi heimilis geturðu leigt herbergi eða heila íbúð og jafnvel framleigt þína á meðan þú ert í burtu.

 • Airbnb: Hvort sem þú vilt íbúð, herbergi, hús uppi í tré eða gistingu í báti; hér má leigja sér athvarf í meira en 34 000 borgum og 192 löndum. Þú getur líka leigt út þína íbúð á meðan þú ert að heiman og lækkað þannig ferðakostnaðinn.

 

Skipti á húsnæði

Ef þú ert til í að bjóða gestum inn á þitt heimili geturðu í staðinn gist ókeypis heima hjá öðrum í nokkra daga.

 • Belodged.com: Netsamfélag sem þú getur gengið í til þess að finna ókeypis gistingu heima hjá öðrum félagsmanni eða bara til að leita að góðum ferðaábendingum fyrir næstu ferð.
 • Hospitality Club: Gakktu í klúbbinn, þú kynnist vingjarnlegu fólki og finnur ókeypis gistingu hér og þar í heiminum.
 • Couchsurfing: Þessi miðlunarsíða gestgjafa lumar á gistiplássi í meira en 100 000 borgum heimsins; þú getur orðið gestgjafi og opnað heimili þitt fyrir ferðamönnum eða kynnst þínum bæ upp á nýtt með því að hitta ferðalanga og íbúa á viðburðum á þínu svæði.
 • Knok: Tengslanet, sem nær til meira en 30 000 heimila í 159 löndum, fyrir endurgjaldslausa gistingu. Heimilistrygging innifalin.

   

Segjum nú að allt annað bregðist, eða að flugið þitt sé snemma morguns, það sé langt í tengiflugið eða þú viljir hreinlega krydda ferðina með nýrri upplifun. Því ekki að eyða nóttinni á flugvellinum? Í Handbókinni um gistingu á flugvöllum má finna umsagnir, lista yfir bestu og verstu flugvellina með tilliti til gistingar, og leiðbeiningar varðandi gistingu á flugvöllum.

Útgefið efni: Mið, 04/06/2014 - 12:18


Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!