Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Á leið til dvalar í útlöndum

Young People
© iStockphoto.com - clearstockconcepts
Hvort sem þú ert að fara til náms, í nýtt starf eða í sjálfboðavinnu í öðru landi þarftu þak yfir höfuðið á meðan á dvöl þinni stendur. Hér kemstu að því hvað þú þarft að gera og hvernig þú ferð að til að finna húsnæði erlendis.

 

Þín Evrópa veitir þér allar nauðsynlegar upplýsingar um rétt þinn og skyldur þegar þú býrð í öðru landi. Ef þú ert í námi, vinnu eða í atvinnuleit er ýmislegt sem þú þarft að gera þegar þú flytur í annað land.

 

Hvar og hvernig þú leitar að húsnæði fer talsvert eftir því hvaða land og borg á í hlut og þess vegna er mikilvægt að ná sér í upplýsingar varðandi viðkomandi stað. Hikaðu ekki við að hafa samband við Eurodesk Multiplier til að fá frekari aðstoð á staðnum. Þegar þú býrð erlendis er ekki síður hjálplegt að hafa samband við sendiráð þíns lands, þangað má líka sækja hjálp.

 

Samfélög aðfluttra

Þú yrðir sennilega ekki eini útlendingurinn í borginni sem verður fyrir vali þínu. Hér og þar í heiminum starfa félög aðfluttra sem liðsinna við að finna húsnæði, atvinnu, húsgögn, viðburði og gefa ýmis góð ráð.

  • Just Landed: Veldu land og þú kemst í samband við aðra aðflutta ‒ vefsíða sem hjálpar þér að finna það sem þú þarft til að búa í nýju landi.
  • Expatriates.com: Skoðaðu auglýsingarnar sem eiga við þína borg eða svæði eða komdu á framfæri þinni eigin auglýsingu.
  • InterNations: Kemur þér í samband við aðra aðflutta í meira en 390 borgum heimsins. Hér færðu góðar ábendingar, kemst til að hitta aðra á mánaðarlegum viðburðum og við önnur tækifæri.

 

Þú getur líka fundið marga aðra hópa, til dæmis á Facebook, leitaðu bara eftir borginni sem þú ert að flytja til.

Útgefið efni: Mið, 04/06/2014 - 12:09


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!