Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Ertu á ferðinni innan EB? Ekki gleyma evrópska sjúkraskírteininu þínu

A picture
© shutterstock.com - Yuri Arcurs
Auðvitað þarftu ganga rétt frá farangrinum fyrir ferðalag þitt erlendis, en kannski er það allra nauðsynlegasta í farangrinum evrópska sjúkraskírteinið þitt sem tryggir þér aðgang að sjúkraþjónustu vítt og breitt í Evrópu.

Þegar lagt er af stað í ferðalag til útlanda þá þarf að leggja milljón hluti á minnið, ekki gleyma persónuskilríkjum/vegabréfi. En það þarf líka að hyggja að því sem getur gerst þegar þú ert kominn á staðinn. Ef þú veikist, þá eru þessi skilríki ekki nóg, þú munt þurfa  evrópska sjúkraskírteinið (EHIC) þitt.

 

Hvernig virkar það?

Þessu korti er ætlað að sjá til þess að þú fáir nauðsynlega, opinbera sjúkraþjónustu á meðan þú ert á ferðalagi, við nám eða í sjálfboðavinnu einhvers staðar í EB-löndunum (auk Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss) fari svo að þú verðir skyndilega veikur.

EHIC-kortið kemur ekki í stað ferðatrygginga, en á meðan þú dvelur í hinu erlenda landi, þá tryggir það þér sjúkraþjónustu með sömu skilyrðum og á sama verði og tryggðir heimamenn búa við þar í landi. Ef sjúkraþjónustan er ókeypis fyrir heimamenn, þá þarftu ekki að borga heldur. Ef krafist er greiðslu í landinu, þá getur þú annað hvort sótt um endurgreiðslu þar eða lagt inn bótakröfu hjá þeim sem sjúkratryggir þig heima fyrir. Mundu að útgjöldin eru alltaf endurgreidd samkvæmt þeim reglum sem gilda í því landi þar sem þú fékkst aðhlynninguna og að sjúkratryggingakerfi landanna eru mismunandi. Þannig að þjónusta sem kostar þig ekkert heima er kannski alls ekki ókeypis erlendis.

Því er það ráðlegt að fá sér viðbótarsjúkratryggingar, einkum þær sem ná til atvika sem falla ekki undir EHIC. Til dæmis, ef þú gætir þurft á hjálparsveit að halda, einkarekinni heilsuþjónustu eða að láta flytja þig heim aftur, þá eru það hlutir sem EHIC nær ekki til.

 

Hvar get ég orðið mér úti um það?

Þessi þjónusta stendur öllum til boða sem eru tryggðir, eða falla undir, ríkisreknar almannatryggingar í hinum 27 aðildarríkjum EB, Íslandi, Liechtenstein, Noregi eða Sviss. Auðvelt er að ná sér í sitt eigið kort með því að setja sig í samband við heilbrigðisyfirvöld í sínu heimalandi – kíktu bara á þjónustugáttina.

Til þess að gera þér lífið auðveldara, þá hefur  evrópska sjúkraskírteinið látið útbúa app sem troðfullt er af öllum þeim upplýsingum sem þú gætir þurft á að halda meðan þú ert að heiman. Sjallsímaappið virkar eins og leiðsögutæki fyrir notendur EHIC-kortsins, miðlar hagnýtum ráðleggingum um hvernig á að bregðast við óvæntum uppákomum erlendis – um hið algilda neyðarnúmer 112 um alla Evrópu og áætlun um hversu há væntanleg útgjöld kunna að vera. Þetta app, sem samhæft er við iOS, Android og Windows 7 mobile, er fáanlegt á 24 tungumálum; það er meira að segja hægt að skipta á mili tungumála, sem gerir öll samskipti miklu þægilegri ef þú hefur enn ekki komist í það að fara á öll þessi tungumálanámskeið sem þú ætlaðir þér.

 

 

Sagan hennar Önnu

Anna er með skyldubundna heilsutryggingu í EB landinu A en ætlar að dvelja í nokkra mánuði í EB landinu B til þess að ljúka námi sínu. Hún hefur evrópska sjúkraskírteinið sitt með sér, en það var gefið út í landi A. Hún er ólétt og mun fæða barnið á meðan hún dvelur í landi B. Þungun og fæðing falla hvoru tveggja undir áríðandi sjúkraþjónustu, þannig að Anna mun fá hina nauðsynlegu sjúkraþjónustu í landi B þegar hún framvísar evrópska sjúkraskírteininu sínu og nafnskírteini.

Anna fær svo sína aðhlynningu í landi B á sama hátt og væri hún tryggingaþegi í því landi. Sem þýðir að ef þjónustan er ókeypis fyrir þá sem þar eru tryggðir þá verður hún ókeypis fyrir Önnu líka. Ef aftur á móti um er að ræða kerfi þar sem fólk borgar og sækir síðan um endurgreiðslu, þá mun Anna greiða sömu þóknun og heimamenn en sækja síðan um endurgreiðslu. Hún ætti að sækja um endurgreiðslu í landi B, þar sem hún mun fá endurgreitt sama hlutfall og þeir sem þar búa (en land B mun síðan hafa samband við heilbrigðisyfirvöld í landi A, þar sem Anna er tryggð, til þess að fá útgjöld sín endurgreidd).

Útgefið efni: Mán, 29/04/2013 - 12:45


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!