Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Að ferðast í Evrópu

Áður en þú leggst í ferðalag þarf ýmislegt að skipuleggja. Kíktu á þessar ábendingar um afsláttarkort, ferðahandbækur og -vefgáttir:

Ferðavefgáttir

Vefsíðan Þín Evropa veitir margvíslegar upplýsingar sem gott er að kynna sér áður en lagt er af stað: hvaða pappíra þú þarft, rétt þinn sem farþegi í Evrópusambandinu, hvað þú getur tekið með þér og ýmislegt í sambandi við peninga og öryggi þitt á ferðum þínum.

 

Visit Europe hefur mörgu að miðla þér um ferðamáta í Evrópu, svo sem lestarkerfin, siglingaleiðir og flug. Þar finnurðu líka bestu leiðirnar til að verja frístundunum, hvort sem þú kýst skemmtanalíf, menningu eða náttúru, og þú getur deilt upplifunum þínum í Evrópu eða lesið ferðasögur annarra.

 

Let's Go er ferðavefur skrifaður af námsfólki fyrir námsfólk; hann byggir á 53 ára reynslu og er stútfullur af upplýsingum handa þeim sem hyggja á ferðalag. Þar finnurðu ókeypis öpp með áhugaverðum gönguleiðum um óvenjulega staði í fallegustu borgum Evrópu.

 

Að ferðast fyrir minna fé

Ferðasjóðurinn er lykilatriði í öllum ferðum og það gleður þig vafalaust að frétta af afsláttarkortum sem gera ferðina þína ódýrari:

  • Evrópska ungmennakortið: Ef þú ert yngri en 30 ára bjóðast þér 60 000 afsláttarmöguleikar með þessu korti. Með því að leita á Evrópukortinu kemstu að því hvar þú færð afslátt á menningaratburði, í farartæki, í búðum og á veitinga- og gististöðum.
  • Alþjóðlega námsmannakortið (ISIC): Alþjóðlega viðurkennt kort sem gefur námsmönnum kost á afslætti á farmiðum, inn á söfn og ýmsa þekkta ferðamannastaði um allan heim. Athugaðu hvar þú getur fengið kortið; það veitir þér möguleika á verðlækkunum á um 125 000 stöðum í næstum 130 löndum.

 

Ferðahandbækur

Sá tími er liðinn að maður þurfi að ferðast með þunga bók í farteskinu, það er nóg af handbókum á netinu; þú þarft ekki annað en velja þá sem best hentar í þína ferð:

  • BUG backpackers’ guide: Ef þú ætlar í bakpokaferðalag er óvitlaust að undirbúa ævintýrið hér og kynna sér ferðamáta, áfangastaði og gistiheimili víðs vegar í Evrópu.
  • Lonely Planet: Þú þekkir kannski prentuðu úgáfuna: þú velur þér land til að sjá hvernig þú kemst þangað, hvernig þú kemst um þegar á staðinn er komið og hvað gaman er að sjá.
  • Rough Guide: Alþjóðlegt samfélag þar sem menn geta borið saman (ferða)bækur sínar.
  • World travel guide: Hefur að geyma leiðarvísa um lönd og borgir, áhugaverða staði og viðburði ásamt sérstökum upplýsingum um skíðastaði og siglingaferðir.