Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvað eru stefnumótunarsamræður?

Með stefnumótunarsamræðum er átt við umræðuferli milli ungs fólks og stefnumótenda um ýmis efni til þess að tryggja að skoðanir ungs fólks séu teknar til greina þegar ESB mótar stefnu varðandi æskulýðsmál.

Umræðuefnin eru ákveðin á ESB-vettvangi af æskulýðsmálaráðherrum ESB; síðan sér nefnd sem í eru fulltrúar þeirra þriggja landa sem fara með ESB-formennsku á viðkomandi 18 mán. tímabili og fulltrúar Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Evrópska æskulýðsvettvangsins, um að samræma ferlið og semja spurningalista sem lagður er fyrir ungt fólk í Evrópu tvisvar á ári.

 

Spurningarnar mynda síðan grunninn fyrir samráð innan hvers lands fyrir sig, sem vinnuhópur viðkomandi lands skipuleggur, en stjórn samráðsfundanna er yfirleitt í höndum ungmennaráða. Fundina sækja einnig önnur æskulýðssamtök og aðrir hlutaðeigandi.

 

Einnig geta ýmis alþjóðleg æskulýðssamtök, eftir samráð við sína félagsmenn, brugðist við spurningunum eftir því sem við á.

 

Hver er árangurinn?

Niðurstöður samráðsfundanna í hverju landi og hvers konar álitsgjöf frá alþjóðlegum æskulýðssamtökum eru teknar saman og lagðar fram sem bakgrunnsupplýsingar á ungmennaráðstefnum ESB, þar sem fulltrúum ungs fólks og ráðamönnum gefst tækifæri til að vinna saman og skila inn sameiginlegu áliti til ESB. Ungmennaráðstefnur ESB eru haldnar tvisvar á ári, í hvert sinn í því landi sem fer með ESB-formennsku það misserið.

 

Formennskulandið sér yfirleitt um að koma tilmælum sinnar ungmennaráðstefnu á framfæri við ráðherraráð ESB og tryggja þannig að þau endurspeglist í ályktunum ráðsins eða niðurstöðum funda æskulýðsmálaráðherra ESB-ríkjanna.

 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nýtir sér einnig tilmæli ráðstefnanna við undirbúning og þróun stefnu sinnar til framtíðar.

 

 

Hvað hefur gerst fram að þessu? 

Hingað til hafa stefnumótunarsamræðurnar farið fram þrisvar sinnum. Þær fyrstu voru í höndum formennskuríkjanna Spánar, Belgíu og Ungverjalands og og var efni þeirra atvinnumál ungs fólks. Annað samræðuferlið héldu Kýpur, Danmörk og Pólland utan um. Þemað sem varð fyrir valinu var lýðræðisþátttaka ungs fólks.

 

Þriðju stefnumótunarsamræðurnar fóru fram með aðkomu formennskuríkjanna Írlands, Litháens og Grikklands. Meginþemað að þessu sinni var félagsleg þátttaka og var í hverri hálfs árs samráðslotu byggt á niðurstöðum þeirrar sem á undan var gengin.

 

 

Hvernig tekur maður þátt?

Hvert land ræður skipuleggur sitt samráðsferli í samræmi við þarfir og aðstæður sinna ungmenna. Ef þú vilt vera með, geturðu haft samband við vinnuhópinn í þínu landi og fengið frekari upplýsingar.

 

Ferli stefnumótunarsamræðnanna skref fyrir skref eftir Bianca Faragau á Vimeo.

 

 

 

Útgefið efni: Þri, 30/09/2014 - 16:06


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!