Skip to main content

DiscoverEU

If you're 18 and a resident in an Erasmus+ Programme country, it's time to expand your comfort zone

DiscoverEU

Takk fyrir áhuga þinn. Umsóknartímabilinu DiscoverEU er nú lokið. Úrslitin voru kynnt í maí 2022 og þátttakendur voru gerðir grein fyrir þeim. Næsta umsóknarferli mun svo hefjast næsta haust (nánari dagsetningar verða tilkynntar síðar). Nú er bara um að gera að halda áfram að fylgjast með ef þú ert orðinn 18 ára, eða verður það síðar á þessu ári 2022. I haust verða 35.000 nýjum DiscoverEU-ferðapössum slengt í pottinn. Reglur og algengar spurningar verða uppfærðar í samræmi við það!

Ertu 18 ára núna og með staðfest lögheimili í einhverju aðildarlandi ESB eða þeim löndum sem standa í samskiptum við Erasmus+? Þá er ekkert annað eftir heldur en að gera sig kláran til þess að kanna Evrópu! DiscoverEU er stoltur meðlimur Erasmus+ áætlanafjölskyldunnar og ætlar sér að leggja sitt lóð á vogarskálar evrópska ungmennaársins 2022, með því að afhenda sífellt fleiri ferðapassa og fjölga tækifærunum! 

Hvað er þetta DiscoverEU?

DiscoverEU er framtak á vegum Erasmus+ áætlunarinnar sem gerir þér kleift að kanna Evrópu með ýmis konar uppbyggilegri lífsreynslu. Lögð er áhersla á að ferðast með járnbrautarlestum (með undantekningum fyrir þá sem búa á eyjum eða í afskekktum héruðum), því þannig muntu betur kynnast hinu stórbrotna landslagi álfunnar og fjölbreytileika bæja hennar og borga. Þér gefst kostur á að sækja um tvisvar á ári á meðan umsóknarferlið stendur yfir. Heppnir umsækjendur fá afhentan ferðapassa.

Þar sem þú ert 18 ára einstaklingur búsettur í Evrópusambandinu eða í einu þeirra landa, á borð við Ísland, Liechtenstein, Norður-Makedóníu, Noreg, Serbíu og Tyrkland sem eru í tengslum við Erasmus + áætlunina, þá býðst þér að taka þátt, fyrir milligöngu DiscoverEU, í ferðaupplifun sem gerir þér kleift að uppgötva fjölbreytileika Evrópu, kynnast menningararfleifð og sögu hennar og kynnast fólki alls staðar að úr álfunni. Auk þess gerir DiscoverEU þér, sem ungri manneskju, kleift að þróa með þér vissa hæfileika og færni sem munu koma þér að gagni í framtíðinni, eins og til dæmis efla eigið sjálfstæði, auka trú á sjálfum þér og að líta á menningu annarra með opnum hug. 

NÝTT! Frá og með fyrsta umsóknarferli ársins 2022, þá munu þeir sem valdir verða til þátttöku einnig frá úthlutað DiscoverEU afsláttarkortinu sem mun koma þeim að gagni við að sækja menningarviðburði, fræðslustarfsemi, íþróttir, almenningssamgöngur, matarinnkaup og margt fleira.

Hvenær hefst næsta ferli?

Rúmlega 130.000 ungmennum hefur verið úthlutað ferðapassa frá því að fyrsta umsóknarferlið fór fram í júní 2018. Næsta ferli mun eiga sér stað frá fimmtudeginum 7. apríl 2022 klukkan 12:00 á hádegi (að miðevróputíma, CEST) til hádegis fimmtudaginn 21. apríl 2022 á hádegi (CEST). Um leið og fyrsti dagur ferlisins skellur á, þá mun hnappurinn ‘Sæktu um núna’ birtast á þessari síðu! 

Til þess að vera gjaldgengur, þá þarftu að vera:

  • fæddur á milli 1. júlí 2003 og 30. júní 2004, (að báðum meðtöldum);;
  • gefa upp rétt nafnskírteini (kt.), vegabréf eða staðfestingu á lögheimili þínu á umsóknareyðublaðinu á netinu;
  • vera löglega búsettur*, á þeirri stundu sem val þátttakenda fer fram, í einhverju eftirtalinna landa: 

          -  einhverju aðildarríki Evrópusambandsins, eða landa og yfirráðasvæða handan hafsins (YHH) eða  or 
          -  einhverju þeirra annarra landa sem tengjast Erasmus+ áætluninni: Íslandi, Liechtenstein, Norður-Makedóníu, Noregi, Serbíu og Tyrklandi. 

* Nánari upplýsingar koma fram í 2. hluta reglanna. Gjaldgengir umsækjendur”

Svo verður þú beðinn um að taka þátt í krossaspurningakeppni (nema þú sért að sækja um sem meðlimur í vissum hópi).

Ef þú verður valinn, þá áttu þess kost að ferðast, allt frá einum degi að lágmarki og upp í 30 daga á tímabilinu frá 1. júlí 2022 til 30. júní 2023

Athugaðu að ef þú ert fatlaður að einhverju leyti eða glímir við heilsuvandamál sem valda þér erfiðleikum að ferðast, þá muntu fá aðstoð til þess að þú getir tekið þátt í verkefninu. Kíktu á kafla C.13 í algengu spurningunum okkar þar sem meira um þetta er að finna.

Er ég of ungur til þess að geta sótt um í þessu ferli? Hafðu engar áhyggjur! Því önnur lota mun hefjast í haust og svo aftur næsta vor og þannig koll af kolli á hverju ári.

Get ég ferðast með vinum mínum?

Já, ekkert mál! Því það ert þú sem ræður ferðinni. Annaðhvort getur þú leikið einleik og ferðast einn, eða bætt við allt að 4 vinum þínum í hópinn, svo fremi sem þeir uppfylla þátttökuskilyrðin sem fram komu hér á undan. Þau koma til með að þurfa á þínum kóða að halda til þess að geta fyllt út sitt eigið umsóknareyðublað. Kíktu á kafla B.5 í Algengar spurningar okkar þar sem meira um þetta er að finna.

Einnig er hægt að samræma ykkar ferðaáætlun við það sem aðrir DiscoverEU ferðalangar hafa í hyggju! DiscoverEU hópurinn á Facebook er einkar hentugur til þess. Gakktu bara sem allra fyrst í DiscoverEU opinbera Facebook hópinn þar sem hægt er að spjalla við aðra þátttakendur.

Um leið og þú hefur verið valinn til þátttöku, þá munu landsskrifstofur Erasmus+ hjálpa þér við að ná sambandi við og fræðast nánar um þann aðila sem sér um skipuleggja þau stefnumót og hittinga sem hinir væntalegu ferðalangar munu taka þátt í.


‘Það er heill heimur þarna úti sem bíður bara eftir því að þú mætir á staðinn. Svo er bara að byrja að raða farangrinum vandlega niður í bakpokann, enda verður hann þinn besti vinur, og svo drífa sig af stað.’

 

Deila upplifun sinni með öðrum 

Eftir að hafa verið útnefndur DiscoverEU sendiherra, þá verður þú eindregið hvattur til þess að deila ferðasögu þinni sem víðast á samfélagsmiðlum, eins og til dæmis Instagram, Facebook og/eða Twitter - og nota til þess #DiscoverEU. Svo getur þú líka boðist til þess að halda kynningu í skólanum þínum eða næstu félagsmiðstöð. Önnur góð hugmynd er að skrá þig í #DiscoverEU ljósmynda- og myndbandskeppnina #Competition þar sem vegleg verðlaun eru í boði. 

Ég vil fá meira að heyra!

Langar þig til þess að kynna þér úrslitin í fyrri umsóknarferlum? Þær upplýsingar er að finna á DiscoverEU gagnablöðunum, auk þess sem þar er sagt nánar frá verkefninu, og þeirri upplifun sem sumir okkar ungu DiscoverEU ferðalangar kynntust.

 

Evrópa liggur fyrir fótum þér. Þér er því ekkert að vanbúnaði að stíga fyrsta skrefið.
 

 

Hér kemur eitt áhrifaríkt TedX myndband sem Vincent-Immanuel Herr sendi frá sér