Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Um okkur

Evrópska ungmennagáttin – Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt um Evrópu!

 

Á Evrópsku ungmennagáttinni eru kynnt þau tækifæri og þær upplýsingar, jafnt á lands- sem á evrópska vísu, sem vekja áhuga hjá ungu fólki sem er búsett, stundar nám eða starfar í Evrópu. Þar birtast upplýsingar um átta meginþemu, sem ná til 34 landa og eru settar fram á 28 tungumálum.

 

Uppbygging vefsins

 

Upplýsingunum á þessum vef stillt upp samkvæmt efnisflokkum, eins og til dæmis menntun og starfsþjálfun, sköpunargáfu og menningu, heilsu og vellíðan, o.s.frv. Það má finna þessa flokka á heimasíðunni og á hnappastikunni sem er efst á hverri síðu.

 

Sérhverjum efnisflokki fylgja síðan ýmis undirþemu, sem að þú getur fundið með því að smella á þemahnappana.

 

Upplýsingarnar sem veittar eru fjalla jafnt um Evrópuvettvanginn í heild sinni jafnt sem hvert einstakt land fyrir sig. Smelltu á "Velja land" til þess að vafra milli einstakra landa og upplýsinganna á vettvangi Evrópu. Ekki er víst að sérhver efnisgrein sé fáanleg fyrir öll löndin.

 

Hægra megin á flestum síðunum muntu rekast á fréttir og tilkynningar um viðburði í því landi sem þú ert að skoða. Þú getur hvort sem er smellt á einhverja einstaka frétt eða viðburð til þess að kanna innihaldið eða smellt á hnappana "Allir viðburðir" eða "Allar fréttir" til þess að fá fram heildarskrá yfir alla viðburði og greinar.

 

Tungumál

 

Þú getur valið þér þitt uppáhaldstungumál með hnöppunum sem finna má efst til hægri á hverri síðu. Hnappastikan og upplýsingarnar af Evrópuvettvanginum standa til boða á allt að 28 tungumálum. Upplýsingarnar sem veittar eru á landsvísu, eru veittar á þjóðtungu(um) hvers einstaks lands um sig auk, eftir því sem við á, ensku.

 

Ef þú skiptir um tungumál og viss grein er ekki fáanleg á því tungumáli sem þú hefur valið, þá mun sú grein annaðhvort birtast á ensku eða á því tungumáli sem hún var upprunalega samin.

 

"Hnattmerkið" við hliðina á sérhverri grein sýnir hin mismunandi tungumál sem sú grein er fáanleg á. Þú getur smellt beint á tungmálakóðann til þess fara yfir í útgáfuna á því tungumáli á viðkomandi grein. Við þetta, þá mun hnappastika vefsins einnig breytast.

 

Viðhald á efnisinnihaldi

 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Eurodesk  samskiptanetið standa sameiginlega að viðhaldi á efnisinnhaldi þessa vefjar.

 

Vinsamlegast smellið á "Lagalegir fyrirvarar" neðst á síðunni til að fá nánari upplýsingar.

 

Spurðu spurningar

 

Þessi gátt gerir ungu fólki kleift að fá spurningum sínum svarað fyrir milligöngu Eurodesk samskiptanetsins.

 

Spurningar og svörun

 

Ef þig vantar einhverjar nánari upplýsingar um Evrópsku ungmennagáttina, eða ef þú ert með einhverjar athugasemdir eða ábendingar um hvernig hægt sé að endurbæta hana, hikaðu þá ekki við að hafa samband við okkur í gegnum "Hafa samband" tengilinn sem finna má neðst á hverri síðu.

 

Bestu þakkir fyrir samstarfið!

 

Evrópsku ungmennagáttin er þverstofnanalegt framtak Evrópusambandsins.

 

European Commission
DG Education and Culture
Unit C.1 Youth policy
Rue Joseph II, 70
1000 - Bruxelles