Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Starfsnám í mannréttindum hjá SÞ

A picture
© United Nations
Stuðla að því að styrkja og vernda mannréttindi hjá mannréttindanefnd SÞ (UN OHCHR) með starfsnámi í Sviss í 2-6 mánuði.

Hvað verð ég látinn gera?

Sem starfsnemi hjá OHCHR þá verður þér falið að:

 • rannsaka mannréttindamálefni
 • gera uppkast að rannsóknarskýrslum og drögum
 • veita stjórnsýslustuðning á fundum
 • gera vettvangskannanir og veita annan stuðning við aðgerðir OHCHR.

 

Er ég gjaldgengur?

Til þess að geta sótt um, þá verður þú að:

 1. vera skráður í framhaldsnám (eða nám á sambærilegu stigi) á meðan á öllu starfsnáminu stendur
 2. að afla þér nauðsynlegrar vegabréfsáritunar og ferðast til SÞ í Sviss.
 3. geta séð sjálfum þér fyrir ferða- dvalar- og framfærslukostnaði.
 4. að geta framvísað, eftir að hafa verið valinn, sönnun þess að sért með gilda sjúkratryggingu á meðan á dvöl þinni í Sviss stendur og geta framvísað læknisvottorði um að þú sért við góða heilsu auk þess sem þú þarft að geta sýnt fram á að þú sért skráður í framhalds- (eða sambærilegt) nám.
 5. að geta tjáð þig reiprennandi á ensku og /eða frönsku.

 

Hvernig áttu að sækja um?

Fylltu út umsóknareyðublaðið um starfsnám og láttu fylgja með öll þau fylgiskjöl sem krafist er. Fleiri atriði um umsóknarferlið og hvers krafist er má finna á vefsetri OHCHR.

 

Umsóknarfrestir!

Á hverju ári, þá stendur OHCHR fyrir tveim úrtaksherferðum:

 • umsóknir vegna maí/júní úrtaksins verða að hafa borist fyrir 30. apríl
 • umsóknir vegna nóvember/desember úrtaksins verða að hafa borist fyrir 31. október

Þó má veita umsóknum viðtöku utan hinna venjulegu úrtaksherferðatímabila.

Starfsnámið stendur að lágmarki yfir í 2 mánuði en má framlengja í allt að 6 mánuði að hámarki.

 

Útgefið efni: Þri, 07/05/2013 - 14:46


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!