Updated : 09/08/2018

Réttindi flugfarþega

Kannaðu hvort réttindi flugfarþega innan EB nái til þíns máls

 • Ef flugið þitt á sér stað innan EB og rekstraraðilinn er flugfélag sem er annaðhvort innan EB eða utan þess
 • Ef áfangastaður flugsins þíns er í EB en brottfararstaður er utan EB og ef rekstraraðilinn er flugfélag innan EB
 • Ef brottfararstaður flugsins þíns er innan EB en áfangastaðurinn er land utan EB og rekstraraðilinn flugfélag sem er annaðhvort innan EB eða utan þess

EB nær til hinna 28 EB landa, auk Gvadelúpeyjar, Frönsku Gvæjana, Martiník, Réunioneyjar, Mayotte, Sankti Martin (Frönsku Antillum), Asóreyja, Madeira og Kanaríeyja, að Íslandi, Noregi og Sviss meðtöldum

 • Ef áfangastaður flugs þíns er í EB en brottfararstaðurinn utan þess og rekstraraðilinn flugfélag sem er utan EB
 • Ef þú hefur þegar fengið bætur (uppbót, flugleiðum breytt, aðstoð) vegna vandamála í sambandi við flugferð samkvæmt viðkomandi lögum ríkis sem stendur utan við EB

EB nær hvorki til Færeyja, eyjunnar Manar né til Ermarsundseyjanna

JÁ, kannaðu réttindi þín
NEI, þú ert réttindalaus
You don't have rights

Litið er á bæði flugið út og flugið til baka sem tvö aðskilin flug jafnvel þótt þau hafi verið bókuð samtímis, á einni og sömu bókuninni.

Stundum kemur það fyrir að það flugfélag sem annaðist framkvæmd flugsins er ekki það sama og flugfélagið sem seldi þér flugfarseðilinn. Ef einhver vandamál koma upp, þá er eingöngu hægt að kalla flugfélagið sem annaðist framkvæmd flugsins til ábyrgðar.

Að sjálfsögðu áttu kröfu á því að upplýsingar um EB-réttindi þín sem flugfarþega liggi frammi á áberandi hátt við innritunarborðið á flugvellinum. Þessar upplýsingar skulu einnig vera sýnilegar við sjálfvirka innritunarpósta og á netinu. Ef þér var ekki heimilað að ganga um borð í vélina eða ef þú lentir í meira en tveggja tíma seinkun við brottför eða ef þú kemst loks á áfangastað eftir mikla seinkun, þá ber flugrekstaraðilanum skylda til þess að afhenda þér skriflega tilkynningu um það hvaða reglur séu í gildi um aðstoð og bætur í því sambandi.

Ganga um borð ekki heimiluð

Það má hindra þig í að ganga um borð:

 • Af varúðar- öryggis- eða heilsufarsástæðum eða ef þú getur ekki framvísað fullnægjandi ferðaskilríkjum
 • Ef þú mættir ekki í flugið út þegar það var hluti af bókun þar sem flugið heim var innifalið
 • Ef þú mættir ekki í eitt eða fleiri flug, sem voru hluti af bókun sem var samansett af flugi hvert á fætur öðru
 • Ef þú hefur ekki undir höndum fullnægjandi skilríki vegna gæludýrs sem ætlunin er að ferðist með þér.

Ef þú hefur mætt til innritunar á réttum tíma, og hefur fullgilda bókun á flugi og ferðaskilríki meðferðis, en þér er þrátt fyrir það aftrað að ganga um borð, og því borið við að um yfirbókun eða rekstrarlegar forsendur sé að ræða, en þú neitar engu að síður fyrir að afsala þér þínu flugsæti, þá áttu rétt á:

Aflýsing

Aflýsing kallast það þegar:

 • upprunalega flugið þitt er fellt niður og þú ert fluttur yfir á annað áætlað flug
 • flugvélin fór í loftið en neyddist til þess að snúa aftur til brottfararflugvallarins og þú varst fluttur yfir á annað flug
 • flugið þitt lendir á flugvelli sem ekki var gefinn til kynna sem lokaákvörðunarstaður á farseðlinum þínum, nema ef:
  • Þú hefur samþykkt breytingu á flugleiðinni (með sambærilegum flutningsskilmálum, við fyrsta mögulega tækifæri) til þess flugvallar sem upprunalega var tekinn fram sem lokaákvörðunarstaður eða til einhvers annars ákvörðunarstaðar sem þú hafðir samþykkt. Litið er á slíkt tilfelli sem seinkun en ekki aflýsingu.
  • Komuflugvöllurinn og flugvöllurinn sem upphaflega var tekinn fram sem lokaákvörðunarstaður þjónusta sama þéttbýli, borg, eða landssvæði. Litið er á slíkt tilfelli sem seinkun en ekki aflýsingu.

Ef að fluginu þínu hefur verið aflýst þá áttu rétt á endurgreiðslu, að flugleiðum sé breytt eða á flugi til baka auk þess sem þú átt bæði rétt á aðstoð og rétt á uppbót. Uppbótar má krefjast ef þú varst upplýstur með minna en 14 daga fyrirvara um breyttan áætlaðan brottfaratíma. Flugrekandanum ber skylda til þess að sýna fram á hvort og hvenær þú varst persónulega upplýstur um hvenær fluginu var aflýst. Ef sú var ekki raunin þá getur þú snúið þér til innlendra yfirvaldapdfentil þess að afla þér frekar aðstoðar.

Þess ber þó að geta að ekki ber að greiða uppbót ef flugrekandinn getur lagt fram sönnur fyrir því að orsök aflýsingarinnar hafi verið óviðráðanlegar kringumstæður sem ekki hefði verið unnt að bregðast við þótt allar skynsamlegar ráðstafanir hafi verið gerðar.

Seinkun

Ef flugi þínu seinkaði miðað við auglýstan brottfaratíma, þá áttu rétt á aðstoð, eða endurgreiðslu og á flugi til baka en slíkt veltur á því hversu lengi seinkunin stóð yfir og á lengd flugsins.

Ef þér tókst að komast á lokaáfangastað en með seinkun sem stóð yfir lengur en í 3 klukkustundir þá áttu rétt á bótum nema ef um hafi verið að ræða seinkun sem varð af óviðráðanlegum orsökum.

Uppfærsla eða niðurfærsla

Ef þú hefur verið færður upp, þá er flugfélaginu óheimilt að krefjast aukaþóknunar.

Ef þú hefur verið færður niður, þá áttu rétt á endurgreiðslu sem skal vera visst hlutfall af verði flugfarseðilsins og skal hún ákvarðast af lengd flugsins eftir því sem hér segir:

a) 30% - vegna flugs sem er 1.500 km eða styttra

b) 50% - vegna flugs innan EB sem er lengra en 1.500 km (að undanskildu flugi milli EB og frönsku umdæmanna handan hafsins), og alls flugs á milli 1.500 og 3.500 km

c) 75% - vegna alls flugs sem ekki fellur undir liði a) eða b), þar með talið flug á milli EB og frönsku umdæmanna handan hafsins.

Ef um hefur verið að ræða 2 eða fleiri tengiflug sem innifalin voru í sama flugfarseðlinum, þá áttu aðeins rétt á endurgreiðslu vegna þess flugs sem fært var niður en alls ekki vegna allrar ferðarinnar. Slík endurgreiðsla skal fara fram innan 7 daga.

Farangur sem glatast, skemmist eða seinkar

Innritaður farangur

Ef farangurinn sem þú innritaðir glatast, skemmist eða honum seinkar, þá er flugfélagið skaðabótaskylt og þú átt rétt á bótum sem geta numið allt að því 1.220 evrum. Þess ber þó að geta að ef rekja má skemmdirnar til framleiðslugalla á farangrinum sjálfum, þá áttu ekki rétt á neinum bótum.

Handfarangur

Ef handfarangur þinn skemmist, þá er flugfélagið bótaskylt ef það olli skemmdunum.

Ferðatryggingar

Ef þú hefur dýra hluti meðferðis, þá getur þú farið fram á, gegn vissu gjaldi, að bótahámark þitt verði hækkað (umfram 1.220 evrur). Til þess að koma þessu í kring, þá þarftu að senda flugfélaginu tilkynningu fyrirfram en í allra síðasta lagi þegar þú innritar þig. Engu að síður, og til þess að vera viss um að vera nægilega vel tryggðir, þá er mælt með því að menn séu með sína eigin ferðatryggingu..

Hvernig kvartar maður

Ef þú ætlar að leggja fram bótakröfu vegna farangurs sem skemmdist eða týndist, þá þarftu að gera það skriflega og senda flugfélaginu hana í síðasta lagi innan 7 daga, en innan 21 dags eftir að þú fékkst afhentan farangur sem seinkaði. Ekkert staðlað EB-eyðublað hefur verið útbúið vegna þessa.

Bætur - ganga um borð ekki heimiluð, flugi aflýst eða seinkun á komu til áfangastaðar

Upphæð í evrum

Vegalengd

250

1 500 km eða minna

400

Yfir 1.500 km innan EB og öll flug á milli 1.500 og 3.500 km

600

Yfir 3.500 km

Ef flugrekandinn hefur boðið þér að breyta flugleiðum og þú hefur komist á áfangastað með seinkun sem varð annaðhvort 2, 3 eða 4 tímar þá er heimilt að lækka bæturnar um 50%..

Bætur – ganga um borð ekki heimiluð

Þú átt alltaf að fá greiddar bætur ef þér hefur ekki verið heimilað að ganga um borð.

Framhaldsflug – ein bókun ásamt einni innritun

Ef þér var ekki heimilað að ganga um borð í þitt flug vegna þess að flugrekandinn sem sá um tengiflugið taldi að þú mundir koma of seint til þess að geta komist um borð í það flug, (vegna þess að fyrra fluginu seinkaði) þá ber að greiða þér bætur.

Framhaldsflug – aðgreindar bókanir

Ef þú ert handhafi tveggja aðgreindra bókana í tvær flugferðir sem fylgja hvor á fætur annarri og ef seinkun verður á fyrra fluginu sem svo aftur leiðir til þess að þér er ómögulegt að innrita þig tímanlega í seinna flugið, þá er flugrekstraraðilunum ekki skylt að greiða bætur. Ef fyrra fluginu þínu hefur hinsvegar seinkað um meira en þrjár klukkustundir, þá er hugsanlegt að þú eigir rétt á bótum úr hendi þess flugrekanda sem annaðist fyrra flugið.

Bætur - aflýsing

Ef fluginu þínu er aflýst þá áttu ekki rétt á bótum:

 • ef þér hefur verið tilkynnt um það með meira en 14 daga fyrirvara
 • ef þér hefur verið tilkynnt um það á tímabilinu milli 2 vikna til 7 daga áður en hin fyrirhugaða brottför átti að eiga sér stað og þér hefur verið gefinn kostur á því að breyta flugleiðum á þann hátt að það hefði gert þér kleift:
  • að leggja af stað að hámarki 2 klukkustundum fyrir upprunalega áætlaða brottfarartímann og
  • komast á þinn lokaáfangastað eigi síðar en 4 klukkustundum eftir hinn upprunalega áætlaða komutíma
 • ef þér hefur verið tilkynnt um það með minna en 7 daga fyrirvara áður en hin fyrirhugaða brottför átti að eiga sér stað og þér hefur verið gefinn kostur á því að breyta flugleiðum á þann hátt að það hefði gert þér kleift:
  • að leggja af stað að hámarki 1 klukkustund fyrir upprunalega áætlaða brottfarartímann og
  • komast á þinn áfangastað eigi síðar en 2 klukkustundum eftir hinn upprunalega áætlaða komutíma.

Þú átt ekki rétt á neinum bótum ef um var að ræða óviðráðanlegar kringumstæður sem ekki hefði verið hægt að forðast enda þótt allar skynsamlegar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að forðast þær.

Bætur - seinkun

 • Ef þú náðir til lokaákvörðunarstaðar þíns með 3 tíma seinkun eða meira þá áttu rétt á bótum ef seinkunin varð ekki vegna óviðráðanlegra kringumstæðna sem ekki hefði verið hægt að forðast enda þótt allar skynsamlegar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að forðast þær.
 • Ef þú misstir af tengiflugi innan EB eða utan EB ef um var að ræða flug sem hófst í EB-landi, þá áttu rétt á bótum, ef þú kemst á lokaákvörðunarstað með meira en 3 tíma seinkun. Það skiptir ekki máli hvort flugfélagið sem annaðist tengiflugið er með aðsetur sitt innan EB eða utan þess.
 • Ef brottfararstaðurinn var frá landi utan EB en lokaákvörðunarstaðinn í landi innan þess, og um tengiflugin sáu fyrst flugfélög staðsett utan EB en síðan innan þess, eða jafnvel eingöngu flugfélög innan EB, þá er það eingöngu flug á vegum flugfélaga innan EB sem koma til álita vegna bótaréttar þegar um var að ræða mikla seinkun á komu til lokaákvörðunarstaðar.
 • Þú átt ekki rétt á bótum ef þú misstir af tengiflugi vegna tafa við öryggisskoðun eða vegna þess að þú virtir ekki tímatakmörkin sem giltu um göngu farþega um borð í þitt tengiflug á millilendingarflugvellinum.
 • Ef þú hefur samþykkt flug til annars ákvörðunarstaðar en þess sem gefinn var upp í upphaflegu bókuninni og ef seinkun verður á því flugi, þá áttu rétt á bótum. Þau tímamörk sem notuð eru við útreikning á töfunum eru annaðhvort sá tími sem gefinn var upp sem komutími til flugvellarins í upphaflegu bókuninni, eða komutíminn til þess flugvallar sem sæst var á við flugrekandann. Ferðakostnaðurinn sem fellur til á milli varaflugvallarins og þess sem gefinn var upp í upphaflegu bókuninni eða samþykkts ákvörðunarstaðar skal greiddur af flugrekandanum sem sá um flugið.
 • Ef flugrekandinn býður þér að breyta flugleiðum og þú kemur á ákvörðunarstað með seinkun sem nemur 2, 3 eða 4 tímum, þá er heimilt að lækka bæturnar þínar um 50%.

Aðstoð sem ber að veita þegar ganga um borð er ekki heimiluð, flugi aflýst eða brottför seinkar

Flugfélög eiga að bjóða fram og veita þér ókeypis aðstoð á meðan þú bíður. Ef um er að ræða að ferðaáætlun þín hefur riðlast, þá ættir þú að gefa þig fram við flugrekstraraðilann, til þess að forðast kringumstæður sem leiða til þess að þú sért nauðbeygður til þess að gera þínar eigin ráðstafanir. Flugrekstraraðilar eiga einnig að sjá til þess að útvega fötluðu fólki, og fylgdarhundi þess, gistingu, ef hún er þá á annað borð fáanleg. Sú aðstoð sem ber að veita felur meðal annars í sér:

 • Hressingu
 • Mat
 • Gistingu (ef bókun þinni hefur verið breytt í ferð næsta dag)
 • Akstur að gististaðnum og til baka til flugvallarins
 • Tvö símtöl, aðgang að telexi, faxtæki eða tölvupósti

Ef þér hefur ekki verið boðið upp á aðstoð og þú greiddir sjálfur fyrir eigin mat og hressingu o.s.frv., þá ber flugrekandanum að endurgreiða þér, svo fremi sem þessi útgjöld töldust nauðsynleg, viðeigandi og hæfileg. Þú þarft að geta lagt fram kvittanir í þessu skyni. Þú átt eingöngu rétt á aðstoð svo fremi sem þú þurftir að bíða eftir að flugleiðunum yrði breytt, við sambærilegar flutningskringumstæður, til lokaákvörðunarstaðar þíns við fyrsta mögulega hentugleika eða vera bókaður í flug til baka.

Í undantekningartilvikum, þá er flugfélaginu heimilt að ákveða að takmarka eða hafna því að veita aðstoð ef slíkt mundi orsaka enn frekari tafir fyrir þá farþega sem eru að bíða eftir öðru eða seinkuðu flugi.

Endurgreiðsla, flugleiðum breytt eða bókað upp á nýtt þegar ganga um borð er ekki heimiluð eða flugi aflýst

Hér ber flugrekandanum að bjóða þér upp á að velja einn af eftirfarandi valkostum:

 • að fá farseðilinn þinn endurgreiddan og, ef þú ert með tengiflug, upp á flug til baka til brottfaraflugvallarins við fyrsta fáanlega tækifæri
 • að breyta flugleiðinni til lokaákvörðunarstaðar þíns við fyrsta fáanlega tækifæri eða,
 • að breyta flugleiðinni til seinni tíma sem hentar þér og við sambærilegar flutningsaðstæður, eftir því hvaða sæti eru á lausu.

Um leið og þú hefur valið þér einn af þessum valkostum, þá fellur niður sérhvert tilkall þitt til hinna tveggja kostanna. Engu að síður, þá getur flugrekandinn samt þurft að greiða bætur.

 • Ef að flugfélagið uppfyllir ekki þær skyldur sínar að bjóða upp á breytta flugleið eða flug til baka með sambærilegum flutningsskilmálum við fyrsta hentugt tækifæri, þá verður það að endurgreiða þér útlagðan kostnað við flugið.
 • Ef að flugrekandinn býður þér ekki upp á að velja á milli endurgreiðslu og breytingu á flugleið heldur ákveður upp á sitt eindæmi að endurgreiða þér upphaflega flugfarseðilinn, þá áttu rétt á viðbótarendurgreiðslu sem skal nema verðmismuninum við nýja flugfarseðilinn (með sambærilegum flutningsskilmálum).
 • Ef þú hefur bókað flug út og flugið til baka sitt í hvoru lagi, með mismunandi flugfélögum og fluginu út er aflýst, þá ber eingöngu greiða þér til baka fyrir aflýsta flugið.

Þó ber að geta þess, að ef flugið út og flugið til baka voru á vegum mismunandi flugfélaga, en voru samt sem áður hluti af einni og sömu bókuninni, og svo fór að fluginu út var aflýst, þá áttu rétt á eftirfarandi:

 • Bótum
 • Val á milli þess a) að fá endurgreiðslu á flugfarseðlinum í heild sinni (bæði flugið út og til baka) eða b) að flugleiðinni út sé breytt yfir á annað flug

Óviðráðanlegar kringumstæður - aflýsing

Óviðráðanlegar kringumstæður geta leitt til þess að flugi sé aflýst eða seinkunar á komu til lokaáfangastaðar. Dæmi um atburði sem skilgreindir eru sem óviðráðanlegar kringumstæður eru ákvarðanir flugumsjónaryfirvalda, stjórnmálalegur óstöðugleiki, afleitt veðurútlit og áhættuþættir.

Aðstæður sem ekki teljast til óviðráðanlegra kringumstæðna eru meðal annars:

 • flestöll tæknileg vandamál sem koma í ljós við viðhald flugvéla eða hafa orsakast af skorti á slíku viðhaldi þeirra
 • færanlegar landgöngutröppur rekast utan í flugvél

Ef flugrekandinn ber við óviðráðanlegum kringumstæðum, þá ber honum að skýra frá þeim á skilmerkilegan hátt. Ef þú hefur ekki fengið viðhlítandi útskýringar þá getur þú haft samband við innlend yfirvöldpdfenog óskað eftir frekari aðstoð.

Óviðráðanlegar kringumstæður - Seinkun

Óviðráðanlegar kringumstæður geta leitt til þess að flugi sé aflýst eða seinkunar á komu til lokaáfangastaðar. Dæmi um atburði sem skilgreindir eru sem óviðráðanlegar kringumstæður eru ákvarðanir flugumsjónaryfirvalda, stjórnmálalegur óstöðugleiki, afleitt veðurútlit og áhættuþættir.

Aðstæður sem ekki teljast óviðráðanlegar kringumstæður eru meðal annars:

 • flestöll tæknileg vandamál sem koma í ljós við viðhald flugvéla eða hafa orsakast af skorti á slíku viðhaldi þeirra
 • færanlegar landgöngutröppur rekast utan í flugvél

Ef flugrekandinn ber við óviðráðanlegum kringumstæðum, þá ber honum að skýra frá þeim á skilmerkilegan hátt. Flugrekandi er ekki skyldugur til þess að greiða bætur ef svo ber undir að aflýsing eða seinkun á komutíma hefur átt sér stað og hann getur sýnt fram á að þá aflýsingu eða seinkun megi rekja til óviðráðanlegra kringumstæðna sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir enda þótt allar skynsamlegar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að forðast þær.

Stattu á rétti þínum

Fyrsta skref : Kvartaðu við flugrekandann

Fyrst skaltu senda kvörtun þína til flugrekandans og nota til þess Kvörtunareyðublað flugfarþega á EB-svæðinu[119 KB]

Annað skref : Kvartaðu við yfirvöld innanlands

Ef þú færð ekkert svar frá flugrekandanum og þú telur að réttindi þín sem EB-flugfarþega hafi verið brotin, þá skaltu senda kvörtun þína til viðkomandi innlends yfirvaldspdfení því landi þar sem atvikið átti sér stað, innan hæfilegra tímamarka.

Þriðja skref : Leitaðu til aðila sem annast úrlausn deilumála eftir öðrum leiðum (ADR)

Ef þú ert ekki ánægður með svarið sem þú fékkst hjá flugfélaginu, og sá flugrekandi er með skráð aðsetur innan EB, þá getur þú sent ágreiningsefnið til aðila sem annast úrlausn deilumála eftir öðrum leiðum En ef þú keyptir farseðilinn rafrænt, þá getur þú komið kvörtun þinni á framfæri á vettvangi rafrænna úrlausna deilumála (ODR)en .

ADR og ODR standa eingöngu íbúum EB til boða.

Fjórða skref : Fara í mál

Í flugi á milli landa í EB (sem er á hendi eins flugrekanda) þá getur þú skotið kröfu þinni um bætur með tilvísan í EB reglur til dómstóla innanlands hvort heldur sem er í landi áfanga- eða brottfararstaðarins. Einnig er hægt að skjóta málinu til dómstóla í því landi þar sem flugrekandinn er með skráð aðsetur sitt.

Þau tímamörk sem gilda um málshöfðun gegn flugrekanda við innlenda dómstóla taka mið af þeim reglum sem gilda um takmarkanir á málshöfðun í hverju einstöku EB-landi fyrir sig.

FAQs

Need more information on rules in a specific country?

Need support from assistance services?