europass

Have time for a quick survey?

We want to provide you with the best experience, so your feedback is very valuable to us. All you need to do is answer 5 simple questions

Takes 3 minutes

or

Hvað getur EURES gert fyrir þig?

EURES auðveldar atvinnuleitendum að finna vinnu og vinnuveitendum að ráða fólk hvaðanæva úr Evrópu.

Þú getur flutt til hvaða lands sem er innan ESB, og til Sviss, Íslands, Liechtenstein, Noregs og Bretlands, og fengið þér vinnu, þökk sé einna mikilvægustu réttindum sem borgarar á EES-svæðinu njóta, en þau eru frjáls för launafólks.

EURES veitir fólki í atvinnuleit stuðning og aðstoð við að finna vinnu og atvinnurekendum hjálp við að finna heppilegt starfsfólk hvar sem er í Evrópu.

Margvísleg þjónusta er í boði á EURES-vefgáttinni sem og hjá meira þúsund EURES ráðgjöfum sem vinna hjá aðildarstofnunum og samstarfsaðilum EURES-netsins.

Af þjónustu EURES við atvinnuleitendur og vinnuveitendur má nefna:

  • Að para saman laus störf og ferilskrár á EURES-gáttinni,
  • Veita launafólki og vinnuveitendum upplýsingar, leiðsögn og annan stuðning,
  • Upplýsingagjöf um lífs- og starfsskilyrði í EURES-löndunum,
  • Sérstakur stuðningur og þjónusta við fólk sem sækir vinnu yfir landamæri og atvinnurekendur á landamærasvæðum,
  • Persónusniðin atvinnutilboð á sérstökum tímapunktum á starfsferli þínum, svo sem Fyrsta EURES starfið þitt og Endurvirkja
  • Tækifæri til að hitta (á Netinu) hugsanlega vinnuveitendur og starfsfólk á netvangnum Evrópskir starfsdagar, og
  • Aðstoð þegar starf hefur fundist, s.s. tungumálaþjálfun og stuðningur með að aðlagast í landinu sem flutt er til.

Kíktu inn á EURES vefgáttina og lærðu meira um þjónustuna sem þér stendur til boða. Þú finnur samskiptaupplýsingar aðila og samstarfsaðila EURES-netsins á EURES í þínu landi eða hafðu beint samband við ráðgjafa EURES um síma, tölvupóst eða með netspjalli.