europass

Have time for a quick survey?

We want to provide you with the best experience, so your feedback is very valuable to us. All you need to do is answer 5 simple questions

Takes 3 minutes

or

Staðfesting á óformlegu og formlausu námi

Evrópusambandið styður viðleitni til að gefa færni, sem aflað er í óformlegu eða formlausu námi, sýnileika og gildi. Staðfesting á færni gerir fólki kleift að nýta alla færni sem það býr yfir í þágu starfsferils og frekara náms.

Hvað er óformlegt og formlaust nám?

Fólk lærir eftir ýmsum leiðum og í ýmiss konar samhengi utan formlegra mennta- og starfsmenntakerfa. Færni sem það tileinkar sér getur verið eins konar aukaafurð af daglegum athöfnum, án þess að upphaflegt markmið eða ætlun hafi verið að læra.

  • Óformlegt nám felur í sér nám sem er skipulagt á hefðbundinn hátt (t.d. starfsþjálfun á vinnustað)
  • Formlaust nám gerist af sjálfu sér meðfram ýmsum athöfnum (t.d. stafræn færni sem aflað er við tómstundaiðkun)

 

Hvað er staðfesting á óformlegu og formlausu námi?

Færni sem aflað er í óformlegu og formlausu námi getur verið fólki mikill ávinningur. En hvernig er hægt að varpa ljósi á slíka færni og gefa henni gildi?

Formlegt staðfestingarferli gerir einstaklingum kleift að skilgreina, skjalfesta, meta og votta færni sína. Slíkt ferli getur leitt til þess að þeir fái viðurkennda, að fullu eða hluta, menntun og hæfi. Þetta getur aukið möguleika þeirra á vinnumarkaðnum og opnað þeim ný starfstækifæri. Þetta getur einnig rýmkað aðgengi að framhaldsmenntun og -þjálfun og veitt undanþágu frá ákveðnum hlutum náms eða þjálfunar.

Staðfesting eykur félagslega þátttöku og getur stuðlað að valdeflingu fólks, þ.m.t. fólk sem hefur horfið frá námi, atvinnulausir og ófaglærðir einstaklingar, svo og ríkisborgarar þriðju landa, með því að ljá færni þeirra sýnileika.

Young woman holding a colour palette

Hvert er hlutverk aðildarríkjanna og stofnana ESB?

Tilmælin um staðfestingu frá 2012 hvetja aðildarríkin til að koma sér upp innlendu fyrirkomulagi á staðfestingu ekki síðar en 2018. Þetta fyrirkomulag ætti að gera einstaklingum kleift að auka sýnileika og gildi þekkingar og færni sem þeir hafa aflað sér utan formlegrar menntunar og þjálfunar: í starfi, heima eða gegnum sjálfboðastarf. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar (Cedefop) aðstoða aðildarríkin í þessu ferli.

Evrópsku viðmiðunarreglurnar um staðfestingu veita stefnumótendum og hagsmunaaðilum ráðleggingar um stefnu og framkvæmd við að taka upp staðfestingu. Með því að setja fram dæmi um góð vinnubrögð og beita þemagreiningu sýnir Evrópska yfirlitsskráin hvernig staðfesting er notuð á lands-, svæðis- og staðarvísu í Evrópu. Viðmiðunarreglurnar og yfirlitsskráin styðja skoðanaskipti milli allra hagsmunaaðila í viðleitninni við að þróa staðfestingu í Evrópu.

Löndin leggja fram eina skýrslu hjá ráðgjafarhópi Europass um stefnu sína og viðbrögð í framhaldi af tilmælunum. Í skýrslunum er fjallað um það sem áunnist hefur sem og áskoranir í ferlinu.

Ráðgjafarhópur evrópska viðmiðarammans um menntun og hæfi fylgir innleiðingu tilmæla ráðsins eftir. Fundagerðir og fundaskjöl er að finna í skrá yfir sérfræðingahópa framkvæmdastjórnarinnar.