europass

Have time for a quick survey?

We want to provide you with the best experience, so your feedback is very valuable to us. All you need to do is answer 5 simple questions

Takes 3 minutes

or

Europass-rafskilríki

Europass-rafskilríki er stafræn skrá gefin út af stofnuninni þar sem þú stundaðir nám. Í henni er að finna lýsingu á menntun þinni og hæfi og hugsanlega einnig upplýsingar um námsgreinar, einkunnir, verkefni og annan árangur.

Ef þú vilt hefja nám, vinna eða bjóða þig fram sem sjálfboðaliði þarftu oft að láta vinnuveitendum, menntastofnunum og öðrum aðilum í té sönnun á menntun þinni og hæfi og öðrum árangri. Þetta getur verið vafstursamt, ekki síst ef þú vilt flytja til annars lands til að öðlast nýja reynslu.

Europass-rafskilríki eru auðveld og skilvirk aðferð til að taka á móti og deila stafrænum prófvottorðum og skírteinum frá mennta- og starfsmenntastofnunum.

Stofnunin þar sem þú stundaðir nám getur gefið út skírteinið þitt eða prófvottorð sem Europass-rafskilríki.

Þú getur beðið um að fá stafrænu skrána senda í veski í Europass-skjalasafninu þínu og geymt hana þar; þú getur líka fengið hana senda beint á tölvupóstfangið þitt eða á annan stað. Europass-rafskilríkið þitt er dýrmæt skrá. Passaðu að geyma það ávallt á öruggum stað.

 

Til hvers þarf maður Europass-rafskilríki?

Þú getur deilt Europass-rafskilríkinu þínu með vinnuveitendum, mennta- og starfsmenntastofnunum eða öðrum sem þurfa upplýsingar um menntun þína og hæfi. Þegar þessir aðilar skoða Europass-rafskilríkið þitt geta þeir umsvifalaust gengið úr skugga um að vitnisburðurinn sé raunverulegur, að skilríkið tilheyri þér og þeir geta betur áttað sig á færni þinni og reynslu. Gakktu ávallt úr skugga um að þú vitir hver það er sem þú miðlar upplýsingum til. Ef þú geymir skilríkið í Europass-skjalasafninu þínu geturðu látið aðgengi að því gilda í ákveðinn tíma.

Kerfið utan um Europass-rafskilríki er starfrækt á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og það er öruggt og ókeypis.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið samvinnu við aðildarríki ESB og önnur ríki til að forprófa Europass-rafskilríkin. Þú gætir orðið ein(n) þeirra fyrstu að útskrifast með vitnisburð í formi Europass-rafskilríkis.

Stofnunin þar sem þú stundaðir nám lætur þig vita hvort þú fáir Europass-rafskilríki. Þú getur einnig haft samband við okkur ef þú hefur spurningar í sambandi við Europass-rafskilríki.

Smiling young woman showing her mobile phone