Mat og viðurkenning á starfsmenntun

Hefurðu aflað þér starfsmenntunar, t.d. með samningsbundnu námi eða starfsnámi? Með Mati og viðurkenningu á starfsmenntun geturðu sýnt fram á starfsmenntun þína á einfaldan og auðskilinn hátt hvar sem er í Evrópu.

Hvað er Mat og viðurkenning á starfsmenntun?

Mat og viðurkenning á starfsmenntun er skjal með upplýsingum sem auðvelda atvinnurekendum og menntastofnunum að skilja í hverju starfsmenntun þín er fólgin. Mat og viðurkenning á starfsmenntun útskýrir:

  • markmiðið með menntuninni,
  • hæfniþrep hennar
  • hæfniviðmið hennar og
  • veitir upplýsingar um viðkomandi menntakerfi.

Þegar þú sækir um starf eða nám erlendis getur verið snúið að útskýra í hverju menntun þín fólst. Það er þarna sem Mat og viðurkenning á starfsmenntun kemur að gagni.

Hvernig útvegar maður sér Mat og viðurkenningu á starfsmenntun?

Þú getur leitað að Mati og viðurkenningu fyrir þína starfsmenntun í gagnagrunni þíns lands eða haft samband við þinn skóla til að fá frekari upplýsingar.

Dæmi um Mat og viðurkenningu á starfsmenntun

Starfsmenntun þín + Mat og viðurkenning á starfsmenntun = fullkomin tvenna þegar þú sækir um starf eða námskeið í öðru Evrópulandi.