Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© shutterstock.com - maxstockphoto

YouthActionNet allsherjarstyrkjaáætlunin

Ert þú ung hugsjónamanneskja sem vilt láta til þín taka á félagsmálasviðinu eða réttindum barna í þínu nánasta umhverfi? Þá getur YouthActionNet stutt við bakið á verkefni þínu með þessari styrkjaáætlun!

YouthActionNet allsherjarstyrkjaáætlunin einsetur sér að finna ungar hugsjónamanneskjur hvar sem er í heiminum sem skera sig úr og hafa þróað frumlegar aðferðir til þess að takast á við vandamál sem skipta máli í alþjóðlegu samhengi.

Ár hvert, þá eru 20 slíkar ungar hugsjónamanneskjur á félagsmálasviðinu valdar úr til þátttöku í eins árs langri styrktri áætlun sem felur í sér:

· að byggja upp færni –námstækifæri allt árið sem bjóða upp á öfluga jafningjafræðslu, samstarf og að deila reynslu með öðru ungu hugsjónafólki. Þessu námi er ætlað að taka mið af hinum sex víddum forustuhæfileika: einstaklingsbundnu, hugsjónalegu, pólitísku, samstarfs, skipulaglegu og félagslegu.

· tengslamyndun og hjálpargögn – að veita aðgang að nauðsynlegum hjálpargögnum til þess að styðja við félaga sína og verkefni þeirra, þar með talið sjálfboðaliða, leiðbeinendur, og möguleika á styrkjum; möguleikana á að byggja upp tengslanet og eiga samvinnu við IYF verkefni og samstarfsaðila, aðild að YouthActionNet allsherjarstyrkjaáætluninni sem nær til félaga hennar og fyrrverandi nemanda.

· stuðningur þjálfun á ýmsum sviðum á borð við skipulagningu samskipta, hvernig ná má til fjölmiðla, betrumbæta skilaboð, auka færni í framsetningu og frumlegri notkun á hinum nýju samskiptamiðlum, að ná til stuðningstengslaneta á heimsvísu og umfjöllunar fjölmiðla.

 

Hvernig á að sækja um

Til þess að sækja um, þá þarftu:

  • að vera milli 18 og 29 ára gamall
  • að vera upphafsmaður að fyrirliggjandi verkefni /stofnun eða leiðtogi leiðandi verkefnis innan stofnunar sem náð hefur eins árs sannreynanlegum árangri á sviði félagslegra umbóta
  • að búa yfir góðri enskukunnáttu (umsóknir verða að vera á ensku)
  • að vera laus til þess að mæta samfellt, frá og með dagsetningu sem ákveðin verður síðar

Ef þú ræður við allt þetta, þá þarftu ekki annað en að skrá þig og sækja um rafrænt eftir að opnað hefur verið aftur fyrir umsóknir í febrúar 2013.

 

„Hvað mig varðar þá var þetta fyrsta mótið þar sem safnað var saman ungum hugsjónamanneskjum alls staðar að úr heiminum til þess að læra af hvert öðru um það hvernig hægt væri að betrumbæta stjórnina á stofnunum þeirra. Þetta var alveg einstök upplifun sem sýndi mér fyrst og fremst fram á að ég væri ekki ein í þessari starfsgrein.”
Vitnisburður frá einum af heimsfélögunum

 

Verkefni þessu, sem hleypt var af stokkunm árið 2001 af Alþjóðlegu ungmennastofnuninni, er ætlað að styrkja, styðja við og hvetja ungt fólk til þess að leika stórt hlutverk í því að innleiða jákvæðar breytingar á umhverfi sínu.