Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© shutterstock.com – YanLev

Verum örugg á netinu!

Ungt fólk eyðir miklum tíma á netinu, annað hvort tengt í gegnum tölvu eða snjallsíma. En ertu viss um að þú hafir gert nægilegar varúðarráðstafanir til þess að geta vafrað um örugglega á netinu?

Það er mikilvægt að þú hafir ætíð hugfast að allt sem þú birtir á netinu verður þá jafnframt aðgenglegt almenningi um alla eilífð. Hvort sem um er að ræða myndband, ljósmynd eða texta, þá er það ekki lengur þín einkaeign. Ef þú birtir einhvers konar persónulegar upplýsingar á bloggi, samskiptasíðum eða skilaboðaskjóðum, þá getur það verið hættulegt og leitt til rafrænnar misnotkunar. Þess vegna er best að segja ekki neitt á netinu sem þú mundir ekki segja manni augliti til auglitis og birtu bara það á netinu sem að þér er sama um hvort aðrir sjái eða viti.

 

Verndaðu einkalíf þitt á netinu

Ins@fe færir mönnum nokkrar grundvallarreglur og ráðleggingar um hvernig maður á að fara að því að vernda sjálfan sig í hvert skipti og hvar sem maður tengist netinu, hvort sem það er til að fara í tölvuleik, spjalla eða bara skemmta sér. Einnig getur maður fengið ráð hjá vitundarstöðinni í sínu eigin heimalandi.

Ein 'svalasta' leiðin til þess að læra um öryggi á netinu er leikurinn Through the Wild Web Wood sem Evrópuráðið lét útbúa.

 

Miðlaðu upplýsingum órafrænt

Hægt er að hala niður bæklingnum Hafðu stjórn á persónuupplýsingum þínu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og efla þannig netöryggi vina þinna og fjölskyldu, í skóla þínum og umhverfi.