Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© shutterstock.com - Petrenko Andriy

Verðlaun unga vísindamannsins vegna rannsókna í íþróttafræðum

Ungir vísindamenn geta skráð sig til þátttöku í samkeppni sem Evrópusetur íþróttarannsókna heldur og veitir verðlaun fyrir framúrskarandi vísindastörf og þannig unnið sér inn reiðufé og stuðning við verkefni sín og rannsóknaráætlanir

Evrópusetur íþróttarannsókna (ECSS) styður við bakið á ungum vísindamönnum til rannsókna á íþróttum og áhrifum þeirra á vellíðan manna, með því að veita verðlaun unga vísindamannsins (YIA).

 

Hverjir geta sótt um?

Til þess að vera gjaldgengur vegna veitingar verðlauna unga vísindamannsins, þá verður þú að vera undir 32 ára aldri og annaðhvort að vera PhD doktorsnemi (eða sambærilegt) eða nýútskrifaður með PhD doktorsgráðu sem eigi er eldri en 2 ára. Þú þarft einnig að gerast meðlimur í ECSS áður en þú leggur inn umsókn þína.

 

Hvernig á að sækja um?

Ef þú uppfyllir öll þessi skilyrði, þá skaltu leggja inn aðildarumsókn þína fyrir næsta ECSS þing. Þú ættir einnig að hala niður og fylla út YIA sannprófunareyðublaðið og skila því til ECSS skrifstofnunnar.