Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© shutterstock.com - watcharakun

TStarfsþjálfun hjá evrópsku dreifikerfa- og upplýsingaöryggisstofnuninni

Hefur þú áhuga á að starfa í dreifikerfa- og upplýsingaöryggisgeiranum? Því þá ekki að sækja um starfsþjálfun hjá ENISA þjálfunarstöðinni á Krít? Ef þú verður valinn, þá muntu dvelja í 3 til 5 mánuði við að afla þér hagnýtrar þekkingar og kunnáttu um daglegan rekstur stofnunarinnar.

Evrópska dreifikerfa- og upplýsingaöryggisstofnunin (ENISA) starfar að öryggismálum á netinu í Evrópusambandinu, þar með talið dreifikerfa- og upplýsingaöryggi EB og aðildarríkja þess, þannig að tölvur okkar, farsímar, netbankar og Internetið virki eðlilega og standi undir hinu rafræna hagkerfi Evrópu.

 

Er ég gjaldgengur?

Til þess að vera gjaldgengur til starfsþjálfunar hjá ENISA, þá verður þú:

  • að vera nýútskrifaður úr námi, hafa nýlega staðist háskólapróf eða standa á tímamótum við upphaf nýs starfsferils – og hafa þá helst háskólagráðu í tölvunarfræðum, stærðfræði eða eðlisfræði
  • að vera ríkisborgari í EB landi eða umsóknarlandi, enda þótt að fráteknar séu örfáar umsóknir frá ríkisborgurum landa sem ekki eru aðildarríki
  • að búa yfir mjög góðri enskukunnáttu auk þekkingar á einu öðru EB tungumáli.

Ef þú hefur þegar notið þess að vera styrkþegi við einhverskonar starfsþjálfun eða í atvinnu hjá einhverri evrópskri stofnun eða starfseiningu, þá ert þú ekki tækur til ENISA starfsþjálfunar. Sömuleiðis er bannað að hafa nokkurskonar atvinnutengsl við utanaðkomandi aðila sem gæti verið ósamræmanlegt við starfsþjálfunina eða stunda einhverja aðra launaða vinnu á meðan á starfsþjálfunini stendur.

 

Hvernig á að sækja um?

Best er að athuga reglulega á vef ENISA hvort eitthvað sé um lausar stöður, þar sem fjöldi starfsþjálfunartækifæra sem í boði eru hjá hverri einstakri deild er ákveðinn árlega. Ef þú rekst á einhverja lausa stöðu sem þér hæfir þá verður þú að fylla út umsóknareyðublaðið vegna umsóknar þinnar á rafrænan hátt.

 

Starfsnemum er úthlutað €700 styrk mánaðarlega og ferðakostnaður þeirra til og frá Grikklandi er endurgreiddur.