Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© shutterstock.com - Andresr

Starfsþjálfun hjá Evrópuþinginu

Dreymir þig um að verða þingmaður á Evrópuþinginu fyrir þitt land? Byrjaðu þá núna með því að sækja um launaða starfsþjálfun og fáðu innsýn í það hvernig þingið starfar. Hægt er að velja á milli tveggja kosta, almenna kostsins og blaðamennsku.

Hin launaða Robert Schuman starfsþjálfun stendur aðeins útskrifuðum háskólaborgurum til boða. Tilgangurinn er að gera þér kleift að auka við þá þekkingu sem þú öðlaðist á námsárunum og að gerast gagnkunnugur Evrópuþinginu.

 

Hvernig á að sækja um

Vegna almenna kostsins þá verður þú að geta sýnt fram á að hafa samið gagnmerka ritgerð, sem gerð var krafa um vegna háskólaprófgráðu eða til birtingar í vísindatímariti.

Vegna blaðamennskukostsins, þá verður þú líka að geta framvísað gögnum sem sanna starfsreynslu eða menntun og hæfni í blaðamennsku.

Ef þú uppfyllir þessi skilyrði, þá getur þú fyllt út rafræna umsóknareyðublaðið. Aðeins er heimilt að fylla út eina umsókn um eina tegund starfsþjálfunar.

 

Umsóknarfrestur!

Launuð starfsþjálfun stendur yfir í 5 mánuði og hefst 1. mars og 1. október ár hvert.

Þú getur sótt um:

  • vegna mars-annarinnar frá 15. ágúst til 15. október ársins á undan
  • vegna október-annarinnar frá 15. mars til 15. maí á yfirstandandi ári.

 

Ef þú ert valinn

Þá eru fjölmörg skjöl sem þú verður að geta útvegað um leið og þú hefur verið valinn:

  • afrit af vegabréfi þínu eða nafnskírteini
  • afrit af háskólaprófgráðu(m) þinni
  • bréf ritað af fagmanni sem getur gefið hlutlægt mat á hæfileikum þínum
  • fyrir þá sem völdu almenna kostinn – sönnun á skriflegu verkefni (staðfesting, forsíða, prófskírteini, o.s.frv.)
  • fyrir þá sem völdu blaðamannakostinn – útgefið efni eða að þú sért meðlimur í blaðamannafélagi í einhverju EB landi eða prófskírteini í blaðamennsku sem viðurkennt er í EB-aðildarlandi eða landi sem sótt hefur um aðild.