Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© fotolia.com - Drivepix

Skiptu um skólastofu – og farðu í skóla erlendis

Jú, mikið rétt, þú verður áfram í skóla – en þú munt afla þér nýrra vina, betrumbæta tungumálakunnáttu þína og komast í kynni við alveg spánnýtt menningarumhverfi.

Dvöl í skóla erlendis er stórkostlegt tækifæri til þess að þroskast persónulega og efla námsárangur þinn og svo mun það líta afar vel út á ferilskrá þinni.

 

Einstaklingsdvöl

Algengasta útfærslan á dvöl í skóla erlendis felst í því að dvelja hjá fjölskyldu á svæðinu og sækja þar skóla allt frá 3 til 12 mánaða.

Í hnotskurn:

  • Flestir nemdendur dveljast hjá gistifjölskyldu. Stundum gefst einnig tækifæri til þess að dveljast í heimavistarskóla, en það er þó yfirleitt dýrara.
  • Flestir skiptinemendur eru á aldrinum 15 til 18 ára.
  • Sérhæfðar stofnanir og samtök geta hjálpað þér til þess að skipuleggja einstaklingsdvöl þína.
  • Þú ættir að hefja skipulagninguna á dvöl þinni heilu ári fyrirfram.
  • Kostnaðurinn getur verið afar mismunandi og sama gildir um þjónustuna sem er innifalin.  
    Í langflestum tilfellum, þá mun kostnaðurinn falla á þig og þína fjölskyldu.

 

Skipti á námsmannahópum

Skipti á milli skóla – þar sem hópar nemenda frá sitt hvoru landinu heimsækja hvor annan– eru venjulega skipulögð af samstarfsskólum eða bæjum í vinabæjarsambandi. Flest slík skipti eru tiltölulega stutt, frá um það bil 1 viku til eins mánaðar.

 

Ef þú hefur áhuga, þá ætti þinn skóli eða bæjarráð að geta sagt þér hvort þeir séu aðilar að áætlun sem þú getur tekið þátt í. Ef svo er ekki, þá getur þú uppfrætt þá um möguleikana á evrópsku fjárframlagi, annaðhvort í gegnum Comenius áætlun EB eða Evrópa fyrir borgarana áætlunina.

 

Að síðustu, þá ættir þú að upplýsa þinn skóla tímanlega til þess að ganga úr skugga um að þú fáir þá vinnu sem þú innir af hendi erlendis metna til námsárangurs. Passið ykkur á því að sumir skólar geta látið ykkur sitja eftir í námi.