Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© shutterstock.com - Nejron Photo

Risið upp gegn einelti

Einelti getur birtst í ýmsum myndum á borð við líkamlegt ofbeldi eða ofbeldisfullt orðbragð og á það sér yfirleitt stað í skólum. Veist þú hvað þú átt að gera ef þú verður fórnarlamb eineltis? Eða ef þú sérð einhvern annan verða fyrir slíku?

Algengustu ástæðurnar fyrir einelti eru hvernig viðkomandi lítur út, líkamsstærð hans eða hennar, kynhneigð eða kynþáttur þeirra. En með einelti er ekki bara átt við líkamlegan sársauka, heldur flokkast hvert það atvik þar sem ætlunin er að hrella og angra fórnarlambið með líka undir þá skilgreiningu. Dæmi um þetta eru pústrar, að bregða fyrir fæti, uppnefna, niðurlægjandi ákúrur, að dreifa óhróðri og að skemma eða stela eigum fórnarlambsins.

 

Hvað get ég gert?

Enginn á að þurfa að sætta sig við að verða fyrir einelti, þannig að ef þú ert fórnarlamb eða sérð einhvern annan verða fyrir einelti, þá er um að gera að skýra strax frá því. Evrópska tengslanetið um varnir gegn glæpum býður ráðleggingar um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir og draga úr eineltistilvikum í skólum.

Ein auðveldasta leiðin er að taka þátt í alþjóðlega RÍSUM UPP gegn einelti deginum. Þetta er sérstakur viðburður þar sem fólk út um allan heim, sem hefur áritað sérstakan „áheitabol”, tekur höndum saman og gengur í honum til þess:

  • að senda hávær en ofbeldislaus skilaboð gegn einelti til gerenda í þeim málum
  • að gera sig sýnilegan í augum þolenda og vilji sé til þess að aðstoða og sýna þannig stuðning
  • að draga athyglina að áhrifum eineltis og örva óvirka áhorfendur til þess að grípa í taumana.

Menn taka þessa afstöðu um heim allan, með áheitabolum og með þjónustu sem gerð er aðgengileg skólum og vinnustöðum í 25 mismunandi löndum. Þú þarft bara að skrá þig á netinu.

Eins og málin standa, þá hafa meira en 3.100 skólar, vinnustaðir og stofnanir sem eru í forsvari fyrir meira en eina milljón manna tekið AFSTÖÐU. Enda þótt hreyfing þessi hafi átt upptök sín í Norður-Ameríku, þá breiddist hún fljótt út um allan heim.

 

Einelti utan við skólana.

Stundum á einelti sér stað utan veggja skólanna, þar með talið á netinu. Slíkt getur gert í tómstundum eftir að skólastarfi lýkur, eins og þegar tekið er þátt í hópíþróttum, á heimilinu, úti á götu og á vinnustaðnum. Þegar um einelti á netinu er að ræða, þá beita gerendurnir stundum textaboðum, tölvupósti eða spjallrásum til þess að dreifa niðurlægjandi myndum, hótunum eða móðgandi skilaboðum.