Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© fotolia.com - Art Allianz

Réttur neytenda – veistu eitthvað um þinn?

Löggjöf EB færir öllum Evrópubúum vissan neytendarétt. Til þess að geta gengið úr skugga um að réttur þinn sé virtur, þá þarftu að vita eitthvað um hvaða réttindi þetta eru.

Neytendaréttur EB nær til sölusamninga, matvæla, heilsu, réttinda á netinu og til margra annara sviða. Næst þegar þú verður fyrir því að kaupa gallaða vöru frá framleiðanda í öðru EB landi eða ef flugi þínu er frestað eða það fellt niður, þá getur þú komist að því hver réttindi þín eru í raun og veru í þessum eða öðrum tilfellum á þessum tveim vefsetrum:

  • Heilsan og neytendur – Upplýsingar um vöruöryggi, réttindi neytenda, kaup á vörum yfir landamæri og orlofsferðir.
  • Þín Evrópa – Neytendur – upplýsingar um vörukaup í verslunum, réttindi á netinu og fjármál einstaklinga.

 

 

Aðstoð og ráðleggingar

Michel, sem býr í Frakklandi, pantaði stafræna myndavél á þýskri vefsíðu. Hann greiddi 300€ fyrirfram fyrir myndavélina og fékk síðan tilkynningu um að þýski seljandinn hefði póstlagt myndavélina. En myndavélin barst aldrei á áfangastað. Michel reyndi oft og mörgum sinnum að ná sambandi við seljandann, en þegar hann fékk aldrei nein svör, þá sneri hann sér með ósk um aðstoð til Evrópsku neytendamiðstöðvarinnar (ECC) í Frakklandi. Franska ECC setti sig í samband við þýsku neytendasamtökin á netinu, sem gat snúið sér beint til seljandans. Þar sem seljandinn gat ekki framvísað neinni sönnun á að varan hefði verið póstlögð, þá var hann nauðbeygður til þess að afhenda Michel nýja myndavél.

 

Ef þú lendir í sambærilegum hremmingum, þá bjóða Evrópsku neytendamiðstöðvarnar (ECC-Net), sem starfrækja þjónustunet sitt út um allt EB, þér upp á ókeypis aðstoð og ráðleggingar. Þú getur fengið netaðstoð í þínu eigin landi, þar sem að starfrækt er Evrópsk neytendamiðstöð í öllum EB löndunum (auk Noregs og Íslands).

 

Vittu meira

Ef þú hefur áhuga á að vita jafnvel enn meira um réttindi þín, þá býður Dolceta þér upp á rafrænar aðferðareiningar sem kynna manni m.a. neytendarétt, þjónustu, vöruöryggi, sjálfbæra neyslu og fjármálaþjónustu.

Evrópudagbókin færir þér upplýsingar um stofnanir EB og þau málefni sem þær takast á við, á borð við heilsu og neytendavernd, nám erlendis, umhverfismál, o.s.frv.