Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© shutterstock.com - baranq.jpg

Leonardo da Vinci – starfsmenntun og þjálfun

Ætlar þú að fara að leggja fyrir þig starfsmenntun eða þjálfun? Ertu að leita þér að starfstengdri þjálfun erlendis? Þá hentar Leonardo da Vinci þér einmitt ágætlega.

Leonardo da Vinci hjálpar námsmönnum, lærlingum og þeim sem eru nýútskrifaðir til þess að leggja fyrir sig alþjóðleg námsdvalarverkefni á sviði viðskipta eða hjá þjálfunarstofnunum.

Þessi áætlun veitir einnig fagmönnum á sviði starfsþjálfunar viðtöku og öllum þeim sem koma frá stofnunum sem eru virkar á þessu sviði.

 

Hvernig á að sækja um

Til þess að vera gjaldgengur, þá þarftu að leggja nú stund á, eða hafa nýverið útskrifast af, starfsmenntunar- eða æðri menntunar námskeiði, höldnu í einhverju af þessum þátttökuríkjum:

  • Hvaða EB landi sem er
  • Íslandi, Liechtenstein, Noregi, Tyrklandi, Sviss, Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu (Fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu), Svartfjallalandi, Serbíu.

 

Hentar þetta þér? Hafðu þá samband við starfsmiðlunarfulltrúann, eða Evrópu/alþjóðaskrifstofuna í þinni menntastofnun.

 

Leonardo-umsóknir verða að koma frá stofnunum, en ekki einstaklingum. Til þess að afla þér nánari upplýsinga, hafðu þá samband við Leonardo umboðsskrifstofuna í þínu landi.

 

„Þetta starfsnám var upplifun sem breytti lífi mínu þar sem það gaf mér tækifæri til þess að verða vitni að allt öðrum mannlegum raunveruleika og öðlast þannig þroska sem mannvera. Ég hafði lagt stund á fræðilegu hliðina á því hvernig samfélagsþjónusta ætti að vera, en að vera í beinum samskiptum við raunverulegar manneskjur, það er allt annar handleggur. Í krafti þessarar lífsreynslu, þá gat ég snúið til míns núverandi starfs með heilmikið af nýrri þekkingu.”
Andreia Alves, frá Portúgal, lærði samfélagsþjónustu og fór til Bretlands til starfsnáms.

 

 

Sem hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þá fjármagnar Leonardo da Vinci einnig margskonar starfsemi, þar með taldar áætlanir sem miða að því að þróa eða færa nýsköpunaraðferðir milli staða og tengslanet sem beina sjónum sínum að staðbundnum efnisflokkum á sviði starfsmenntunar.